Well – eins og einhverjir vita rekum við maðurinn minn verslunina og vefverslunina www.loudkidscopenhagen.com

Ég varð svo spennt yfir nýjustu sendingunni okkar frá Moschino, en við erum eina verslunin í Skandinavíu sem selur Moschino barnavörur.

Mér sjálfri finnst oft svo erfitt að finna flottar gjafavörur fyrir börn sem ekki er plast leikföng.
Eitt af því mörgu fallegu og skemmtilegu (þetta merki er ein skemmtun skal ég segja ykkur) sem við fengum var þessi snilldar bolur – bolur með krítar”töflu” framan á og með honum fylgdu krítar. Við gáfum Zoé einn bol, aðallega til þess að sjá hennar viðbrögð við honum, prufa hana sjálf til þess að vita hvað við værum að selja og hvernig krítarnar myndu nást úr/haldast á.

Okkur finnst báðum mikilvægt að vita hvað við erum að selja – mikilvægt að vita að vörurnar séu í góðum gæðum og það sem skiptir öllu máli, að börnin þyki gaman að klæðast flíkunum.

IMG_3517

Þessi bolur er ein snilld. Hann kemur í æðislegum kassa þar sem hann er rúllaður inn og með fylgja 4 krítar. Á bolnum stendur svo “Write on me”. Hægt er að kríta, skrifa og teikna hvað sem er …. hægt að hanna sitt eigið “front print” fyrir hvert tilefni …. kannski tilvalið í “ÉG ER AÐ VERÐA STÓRI BRÓÐIR/SYSTIR” Boli?? 🙂
Kríturinn dofnar örlítið með deginum en sést þó allann daginn og þurrkast úr með að þurrka yfir með klút – þarf ekki að vera vatn í honum.

IMG_3512

IMG_3513

IMG_3515

IMG_3516

IMG_3518

Bolurinn fæst með að klikka HÉR

http___signatures.mylivesignature.com_54494_234_18C0322C36A11C0DD6EABD82B1199DF7