Mig langaði að segja ykkur frá einu merki. Færslan er langt frá því að vera kostuð – ég bara verð að segja ykkur frá þessum skóm.

Forsagan er sú að yngri dóttir mín hefur átt við vandamál með verki í fótunum síðan hún nánast byrjaði að standa í fæturna. Hún hefur alltaf verið í góðum skóm > ecco, bisgaard, bundgaard osfrv. osfrv. í raun þeim skóm sem teljast bestir fyrir börn. Hún var dugleg að vera berfætt þegar hún var að byrja að ganga – já ég ss. hef alltaf gert allt eftir bókinni til þess að passa upp á fæturna á dætrum mínum enda munu fæturnir á okkur (vonandi) bera okkur í gegnum allt lífið.

Eftir margar ferðir til læknis þar sem litla stelpan okkar hefur lítið gönguþol vegna verkja í fótunum, grætur mikið á nóttunni og hvartar vegna verkja, komst læknirinn að því að eins og öll önnur börn er hún með Plattfót sem ætti að vaxa af henni með árunum. Hann útskýrði það fyrir okkur að sum börn upplifðu verki í fótunum og krampa vegna þessa, en önnur finndu ekki fyrir því.

Við vorum því nánast búin að prófa allt sem við gætum til þess að hjálpa henni, keyptum helling af nýjum skóm, með mismunandi stuðning og ég veit ekki hvað og hvað, nema hvað, við prófum að kaupa nýja skó fyrir hana – merki sem tiltölulega er nýbyrjað að framleiða skó fyrir börn líka. Merkið kemur frá Aarhus, og er enn frekar lítið.

Eftir aðeins viku í nýjum skóm, upplifðum við í fyrsta skipti að litla Pippi okkar svaf alla nótina í sínu rúmi, án þess að gráta og sofnaði án þess að byðja um annars daglega fóta nudds.

Merkið heitir NATURE og er hannað svo að það sé pláss fyrir fæturna í skónum. Þeir eru léttir og gera að fæturnir upplifa að ganga eins og ef þú værir berfætt, ss án nokkura mótspyrnu.
Fótformaðir skór – sem eru svoo sætir.

Það sem gerir þá enn betri, fyrir utan að hjálpa Pippi með sína fótaverki, en þá eru þeir umhverfisvænir, framleiddir úr endurunnum plastflöskum. Þeir anda vel svo þú getur í raun klæðst þeim allann ársins hring.

Við elskuðum þessa skó svo mikið að við ákváðum að styðja við þetta litla fyritæki sem hefur hjálpað minnstu fótum fjölskyldunnar og fá leyfi til þess að selja skóna á vefversluninni okkar.

Þessir skór, og ég meina það !! Eru það besta fyrir litlar sem stórar fætur !

Skóna er hægt að finna HÉR

KNÚS FRÁ OKKUR

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *