Ok ég er með skrýtið glasablæti þessa dagana… skoða endalaus flott glös því ég er komin með hundleið á þeim sem við eigum heima! Glösin mín verða að vera stór (því ég drekk mikið og nenni ekki að fylla oft á) og úr gleri (duh) en samt no joke þá veit ég fátt verra en að drekka úr plastglasi!

Mér datt í hug að henda í eina örstutta færslu með þeim sem mér hefur litist best á!

gls1

Þessi glös kannast líklega allir við, jú þetta eru Iittala glösin góðu – en þau fást ma. í Epal og Casa…

glas2

Ikea er að standa sig rugl vel i glasamálum! Þessi eru sjúklega töff á snilldarverði!

glas4

Þetta glas frá IVV náði mér….er frá Húsgagnahöllinni

glas3

Þessi glös eru frá Ikea líka og eru virkilega flott og kosta undir 390 kr!

iit-23-5119511661

Og í lokin kemur uppáhalds! Þetta er frá Marc Newson og fæst í Epal!

Já vinir mínir – tilgangslausasta færsla fyrr og síðar komin í loftið, ég kveð!

XX

DRÍFA

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *