One of those mornings

Föstudagur, JESS, það er komin helgi !!

Ég vaknaði snemma í dag, áður en klukkan hringdi …. úthvíld. Snéri mér hægt á hliðina til þess að vekja ekki börnin sem höfðu join-að okkur hjónin í mömmu og pabba rúmi um nóttina. Tek upp símann og ætla mér að liggja örlítið lengur, eða svona þangað til klukkan hringir og aðeins vafra á netinu og sjá af hverju ég hafði misst af á Facebook þessa nokkra klukkutíma sem ég svaf. FOKK

Klukkan er orðin 7 – ég stillti klukkuna 6 !!

Hoppa framúr því ég á að vera komin í strætó eftir 30 min, á eftir að finna föt á mig, börnin, smyrja nesti fyrir stelpurnar og gera þær tilbúnar. Erik tekur stelpurnar í leikskólann svo það þarf þá ekki að taka tíma. Mála, mála andlit. Mamma, mamma ég er svöng. Smyrja, mála, klæða – HVAR ERU SOKKAR? Nei samstæðir.

OK – Ok – I made it.

day

Komin út og að strætó stoppinu þegar síminn hringir – ert þú með bíllykilinn? Hleyp til baka heim og að strætóstoppinu aftur, rétt náði að hoppa upp í strætóinn sem var á síðasta snúning sjálfur þennann morguninn. Strætó náði þó að vera á góðum tíma að næsta stoppi. Þar stóð ég tilbúin þar sem næsti strætó kom og brunaði framhjá mér – ég hljóp, öskraði og blótaði öllu illu. Nú þurfti ég að bíða í 15 mín eftir næsta sem endurtók leikinn og brunaði framhjá mér. Sá þriðji kom á miklum hraða, bremsaði á miðri götu og opnaði hurðina, ég nánast hoppaði inn á ferð. Inn í strætó steig ég og skammaði strætó bílstjórann létt leit við og sá STAPPAÐANN strætó. My 3 min of fame?

 faceplant

Strætó tók létta chill ferð niður í miðbæ og leit því allt út fyrir að ég yrði vel sein í vinnuna. Út úr strætó steig, nei, hoppaði ég og hljóp af stað að vinnunni á meðan ég sendi yfirmanninum SMS um seinkunina. 08:39 er ég komin að hurðinni uppi í vinnu og heyri að yfir maðurinn sendir mér SMS tilbaka svo ég tek upp símann til þess að lesa. BÚMM

Ég faceplantaði svo illilega glerhurðina inn í bygginguna að öll skrifstofan hoppaði fram á gang til þess að sjá hvað hefði nú eiginlega gerst ! Gleymum því ekki að ég byrjaði hér fyrir 2 mánuðum síðan og því allir svona rétt að byrja að þekkja mig.

friday

Eigið góðan föstudag og góða helgi

http___signatures-mylivesignature-com_54494_234_18c0322c36a11c0dd6eabd82b1199df7

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *