Þegar dagurinn minn er búinn, sem sagt búin að vinna, ná í stelpuna mína, elda matinn fyrir okkur þrjú eða okkur tvær, þvo þvotta, ganga frá dóti vinna aðeins í tölvunni, þá finnst mér, ég eiga skilið að setjast niður og horfa aðeins á Netflix.

Ef þið eruð ekki með Netflix þá mæli ég með því að fá ykkur þannig snildar græju.

Það eru svo margir skemmtilegir þættir og myndir sem gætu haldið manni við sjónvarið árum saman, en sem betur fer hef ég nú einhvern sjálfsaga en ekki þegar við, Siggi byrjuðum að horfa á Stranger Things.

13694419_825570194210682_623901969_n

Þessir þættir eru rosalegir, við gátum ekki hætt að horfa, tókum 4 ef ekki 5 þætti röð á einu kvöldi og hver þáttur er um 55 mín.

Stranger-Things-on-Netflix stranger-things

Winona Ryder leikur eitt aðalhlutverkið, og VÁÁ þetta er án efa hennar besta leikna frammistaða. Ég hef alltaf verið mikill áðdáendi hennar og var einstaklega ánægð að sjá að hún væri í þessum þáttum.  Stranger Things fær 9.1 af 10 mögulegum á IMDB.

Við vorum með Kanadíska vini okkar í heimsókn um daginn og hann Conor kom með bestu lýsinguna á þessum þáttum, að þeir væri fullkomin blanda af:

51SPWS9PGRL

 Hver man ekki eftir þessari mynd!!!!

Og

xfiles

Shizz ég fékk svo oft martraðir eftir að horfa á þessa þætti, það var bara nóg að heyra lagið þá var ég orðin hrædd, þá í “gamla” daga 🙂

Það er svo sannarlega besta lýsingin af þessum þáttum.

Þegar þið eruð búin að jafna ykkur að Stranger Things og eru komin í 80´Tís fílinginn þá mæli ég með að kíkja á þessa þætti The Get Down.

Getdown

Þættirnir eiga að gerst seint 1970 eða á áttunda áratugnum,  í NY og suður hluta Bronx.

Ég hef aldrei farið til NY en það er svo gaman að sjá, upplifa ef svo má segja borgina á þessum tíma. Tískan, menningin er ótrúleg, og hvernig leikstjórarnum og öll þau sem koma að þessum þáttum eiga virkilega skilið “High Five”, því mér líður eins og ég sé á setti og er með í þáttunum. Á þessum tíma var Diskóið sem reði tónlistinni en Hip hop stefnan, DJ og Mc (Mic Controller) voru að brjótast í gegn og gera allt vittlaust í svo kölluðum Under gound klúbbum og í húsasundum víðsvegar um borgina.

the-get-down-1200x675 2-4

grand-master-flash

Tískan er Geggjuð, það er ekki hægt að segja neitt annað, Hippar, Diskódrottningar og götutískan, það var allt í tísku á þessum tíma. Undan farin tvö ár hefur 90´s tískan verið að koma aftur og ef ykkur líkar vel við hana, þá verðið þið ekki fyrir vonbrigðum að horfa á þessa þætti.

57b1990f180000ad02bcabfd

Trylltir Bomber jakkar

jaden-smith-new-photo-set-of-the-get-down

Ég verð að fá mér svona sokka og líka vestið sem eimmit Jaden Smith er í.

Eigið góða helgi kæru vinir

Þangað til næst

-Svava Halldórs-

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *