Verðlauna tímabilið var officially sett í gang í gærkvöldið með 74. Golden Globe hátíðinni, en hún var haldin í Los Angeles. Verðlaunahátíðar tímabilið er stút fullt af hverri hátíðinni á fætur annarri sem ég elska afþví þar keppast stjörnurnar við að klæðast flottum og fallega hönnuðum kjólum frá helstu hönnuðum tískuheimsins. Ég nýt þess í botn að rúlla í gegnum myndirnr daginn eftir og velja mér uppáhalds kjólana og láta mig dreyma um að eiga einn daginn efni á einu stykki… kanski að brúðarkjóllinn verði frá Marchesa ef ég næ að selja eins og eitt nýra og fótlegg einn daginn 🙂 Sjáum hvað Emil segir við því!

Ég tók saman nokkra af mínum uppáhalds kjólum gærkvöldsins og enda færsluna á 2 af mínum uppáhadsl kjólum kvöldsins… eruð þið sammála mínu vali?? 😉

mandy-moore  blake-lively

Mandy Moore í Naeem Khan og Blake Lively í Atelier Versace

emily-rat-2-new  emily-rat-new

Emily Ratajkowski í Reem Acra – makeup og kjóll on point. Fullkominn litur fyrir hana, tanið 100% og nýja greiðslan gæti ekki farið henni betur

sofia-vergara   lady

Sofia Vergara og Elsa Pataky báðar í Zuhair Murad

Kristalisaðir kjólar voru án efa vinsælastir í 2016, trendið ættlar ekkert að dvala og við munum eflaust sjá fleiri kjóla á rauða dreglinum 2017.

guiliana-2  guiliana-rancic

Giuliana Rancic í Rani Zakhem

reese-witherspoon   heidi-klum

Reese Witherspoon í Nina Ricci – en demantshálsmenið hennar nær allri minni athygli að þessu sinni

Heidi Klum í J. Mendel, hún virðist bara verða fallegri með aldrinum þessi kona!

hailee-steinfield

Hailee Steinfield eins og prinsessa í fyrsta skiptið á Golden Globes klædd í Vera Wang

chrissy-teigen-new   chrissy-teigen-john-legend-2017-golden-globes-01 chrissyjohn

Chrissy Teigen og John Legend – er ég eina sem elskar þau??? Fyrir utan hvað þau eru skemmtilegt og einlægt par að þá er sjaldan sem hún hittir ekki naglann á höfuðið í klæðaburði og er að mínu mati alltaf flott. Chrissy Teigen í Marchesa og John Legend í Gucci

2. sæti fyrir besta dressið að mínu mati

Carrie Underwood í Iris Serban – Það er ekkert leiðilengt eða einfalt við þennan kjól, eins og það á að vera á fínum hátíðum. Það er fátt leiðinlegra að mínu mati en venjulegur kjóll sem á heima á skólaballi á kvikmyndahátíð. Þessi kjóll er einstaklega fallegur og liturinn og sniðið fer henni einstaklega vel.

carrie-underwood-new   carrie-underwood-1

Sigurvegari kvöldsins að mínu mati er svo án efa Lily Collins í Zuhair Murad

Rómanta blóma munstrið á kjól tónar sér fullkomnlega við dökkann farðann og ljósu húðina. Ég veit alltaf þegar ég hef fundið sigurvegara kvöldsins, en það er þegar að kjóll lætur mig fá fiðrildi í magann, og þessu sá svo sannarlega til þess!!

lily-collins lily-collins-3 lily-collins-2

Vantar einhvern á listann minn að ykkar mati?

xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *