Ég heiti Helga Sigrún og er nýr bloggari hér á dæturum. Ég er 28 ára og er búsett á Akureyri með unnustanum mínum honum Arnari og börnunum okkar, þeim Marinó Atla 6 ára og Steinunni Ölbu 8 mánaða. Við erum nýflutt heim frá Danmörku og ákváðum við að flytja heim til Akureyrar enda heimabærin okkar Arnars og langt síðan við áttum heima hér síðast.

Núna er rútínan að komast í gang hjá okkur en við vorum öll að byrja í nýjum og spennandi verkefnum. Nýjar vinnur, nýr skóli og dagmamma. Það er margt annað spennandi framundan hjá okkur og hlakka ég til að deila með ykkur skemmtilegum hlutum sem tengjast mínu lífi og því sem ég hef áhuga á.

Ég elska að baka og ég elska líka að hreyfa mig enda eins gott svo ég geti borðað allt sem ég baka – það jafnast allt út þig skiljið! Svo mun ég ekki komast hjá því að deila með ykkur einhverju skemmtilegu tengdu mínum börnum sem og hlutum sem snúa að heimilinu.

Hlakka til að fá að vera hluti af þessum hópi

  • – Helga Sigrún –

One comment

Reply

Hlakka til að fylgjast með þér frænka 😊❤

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *