HejsaH

Hver er Alex Ósk?

Screen Shot 2016-07-02 at 23.00.53

Já, þegar stórt er spurt. Ég er 27 ára, Móðir, Eiginkona ….. Stelpa.
Ég hef áður bloggað á öðrum vettvangi en fannst tími vera komin á að ég héldi áfram. Héldi áfram í átt að mínum draumi sem bloggara. Ég og Drífa komumst fljótt að því að okkar draumar væru í sömu átt og ákváðum við því að þetta verkefni, að opna DAETUR.IS væri einhvað sem í sameiningu ættum við að gera.

Screen-Shot-2015-04-20-at-21.16.15 IMG_1660

Áhugi minn á Tísku hefur alltaf verið mikill, hvort sem það sé fullorðins tíska, barna tíska eða tíska og trend þegar kemur að innanhús hönnun, make-up-i eða jafnvel í matargerð. Tíska í allri sinni mynd er mitt aðal áhugamál.

Fyrir ekki svo mörgum mánuðum síðan ákvað ég að opna SnapChat-ið mitt: ALEXSNAPSZ fyrir öllum þeim sem höfðu áhuga á að fylgjast með mér, í því sem ég geri svona dags daglega. Það tók mig ekki langann tíma að átta mig á því að fylgendur mínir hefðu einstakann áhuga á að fylgjast með mér, Íslenskri stelpu, búsettri erlendis, að vinna á höfuðskrifstofu stórfyrirtækis sem VERO MODA og síðast en ekki síst, Íslending sem rekur fyrirtæki á erlendri grundu – LOUD KIDS COPENHAGEN

Íslenskri stelpu sem fyrir að verða 9 árum síðan hoppaði að stað aðeins 19 ára gömul á vit ævintýrana og fluttist til Danmerkur …. og hefur verið þar síðan, nú með mann, börn, hús ….. Danskt Heimili.

Áhugamál mín í samvinnu við áhuga annarra á mínum lífstíl fékk mig til þess að taka skrefið út í það að opna þetta nýja blogg með Drífu. Við vorum sammála um það, að blogg að þessu tagi. Blogg sem er safn af Íslenskum stelpum, með fjölbreytta persónuleika, í mismunandi löndum, lifandi allskonar lífum væri það sem Íslendingar hefðu áhuga á að lesa um.

Screen Shot 2016-07-02 at 14.52.11 Screen Shot 2016-06-29 at 23.02.39 Screen Shot 2016-06-29 at 23.00.57

Hér erum við nokkrar af Dætrum Íslands – samankomnar til þess að leifa ykkur að skyggnast inn í líf okkar. Að fylgjast með okkar stíl, hvort sem kemur að fatnaði, innanhús hönnun, mat eða förðun.

Ég vona að þið munið elska að lesa með á DAETUR.IS jafn mikið og við Dætur elskum að skrifa hér inn á.

Ég hlakka til framtíðarinnar með ykkur.

e6l6xpp8bzycw0uywce2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *