Þessi færsla er ekki kostuð. Ég keypti mér þessar vörur sjálf.

Ég verð að fá að mæla með bestu hárvörum sem ég hef prófað!
Ég er ótrúlega ‘picky’ á hárvörur og finnst ótrúlega skemmtilegt að finna nýjar djúpnæringar, hárolíur og fleira sem gerir hárið mjúkt og glansandi!
Um daginn uppgötvaði ég bestu hárvörur sem ég hef notað; hárlínan OI frá Davines, en það er ítalskt gæðamerki!
Þetta var þannig að ég átti litlar prufur með shampói og hárnæringu sem ég fékk einu sinni með í ‘goodiebag’, og þær voru í baðherbergis skúffunni í nokkra mánuði þangað til að ég fann þær um daginn og ákvað að prófa þær.
Það má segja að ég hafi ekki verið svikin því strax daginn eftir fór ég og leitaði af þessu merki og fann það á Beautybar í Kringlunni.
Ég keypti mér shjampóið, hárnæringuna, olíuna og hármjólkina.
Lyktin er fáránlega góð og hárið mitt verður slétt og mjúkt eftir þetta. Ég get því mælt 100% með þessu merki!
Þetta merki fæst í mörgum hárgreiðslustofum og ég mæli með að þið prófið það!

IMG_1031

20160821_140850

Þangað til næst!

Ásthildur

IMG_20160818_195955

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *