Haustið… án efa mín uppáhalds árstíð! Eins mikið og ég nýt sumarsins að þá jafnast ekkert á við þegar allir fallegu jakkarnir byrja að flæða inn í búðirnar (ég er jakka og tösku fíkill) og maður getur byrjar að “layer-a” sig upp. Ef ég mundi þora að telja jakkana mína núna, þá væri það skammarlega há tala og það heyrist svona sorgarvein í Emil í hvert skipti sem ég kem heim með nýjann jakka þar sem að við erum núna með fataskápa í næstum öllum herbergjunum í íbúðinni okkar… en ég segi alltaf að hann vissi hverri hann væri með þegar að við fluttum inn saman þannig að hann má ekki kvarta 😉

Það getur verið pínu ruglandi að vinna í tísku, þar sem að við vinnum með vor/sumar vörur á haustin og öfugt á sumrin… núna erum við td. að vinna með Janúar, Febrúar og Mars 2017 vörur þannig að ég er strax komin með hugann að næsta vori/sumri, en ég ákvað að taka saman tvö helstu trendin sem við höfum verið að sjá á yfirlitunum sem við notum þegar að verið er að hanna línurnar hjá Vero Moda.

Slide1 Camo

Eitt af trendunum sem ég er búin að sjá útum allt og verður mjög vinsælt í haust er þetta svokallaða “Camo” trend. Það sem er svo skemmtilegt við þetta trend er að það er hægt að klæða það bæði upp og niður, gera það hversdagslegt og einnig líka kvenlegt og einfalt. Sjálfri finnst mér kvenleg og einföld stíliseríng einstaklega heillandi, en ég verð að segja að ég er að sjá fleiri og fleiri stelpur sporta því meira casual og ég er ekki frá því að ég verði að finna mér eins og eina kósý peysu í camo.

Slide1

Það sem við erum mikið að sjá í haust er svokallað áframhald af bótunum… við höfum verið að sjá í auknu mæli þar sem notað er gallaefni, sérstaklega gallabuxur og þær pimpaðar upp með litríkum bótum með allskyns myndum og fyndnum orðum. Það sem er meira áberandi í haust er að það er ásættanlegt að nota bætur eða “patches” á næstum hvaða flík sem er, og meira að segja Louis Vuitton gaf út línu með þeirra helstu klassísku töskum með litríkum bótum og límmiðum á. Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt, og ég er búin að vera að skoða mikið úrvalið af stökum bótum á ASOS. Þar getur maður keypt einstakar bætur sem svo er hægt að strauja á flíkina og etv skreyta gamlar og þreytta buxur eða jakka með líflegum og skemmtilegum nýjum myndum. Fyrir neðan eru nokkur dæmi af botum sem fást á ASOS – ég hef einnig séð margar skemmtilegar á Topshop.

bestimage3xxl image1lost image1xxl wildimage3xxl

xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *