Ég var Fagurkeri í eitt ár og af því í nokkurn tíma með eigandi síðunnar.

Ég var alltaf stollt af því að vera Fagurkeri – Mömmubloggari. Mér þótti gaman að því að fá að taka þátt og vera partur af síðunni. Fagurkerar fengu mig til þess að taka mín fyrstu skref í blogg heiminum.

Ég tók þó þá ákvörðun með Drífu (sem er einnig hér á DAETUR.IS) að hætta og í sameiningu opnuðum við þessa flottu síðu okkar.

Síminn hefur varla stoppað hjá mér, fjöldinn allur af skilaboðum hafa beðið mín á símanum frá forvitnum einstaklingum sem og fjölmiðlum sem hafa áhuga á að heyra meira um upplausn Fagurkera. Ég tók þá ákvörðun að vilja ekki tjá mig um þetta málefni opinberlega enda vissi engan vegin hvað hefur gengið á hjá Fagurkerum síðan ég sagði skilið við hópinn. En vil með þessum skrifum loka á spurningar um þetta málefni.

Ég hætti á mínum forsendum. Ég vildi frekar blogga á síðu þar sem ég gat verið ég sjálf. Án filters. Ég vildi að hver einn og einasti bloggari fengi að skýna fyrir þá manneskju sem hún er. Ég vildi blogga af ástríðu og ekki með að markmiði að fá sem flesta „sponsa“. Jú auðvitað er alltaf gaman að fá gjafir. Þær gjafir eiga þó að koma frá þeirri manneskju frá hjartanu og með mínu hjarta vil ég á einlægan hátt þakka fyrir mig. Markmið mitt sem pistlahöfundur hér er því ekki að græða, heldur að vera ég sjálf. Að leggja til málanna á minn hátt.

Ég get ímyndað mér að upplausn Fagurkera hafi verið erfið fyrir allar stelpurnar. Mér sýnist margar þeirra hafa komið út úr þessu virkilega sárar og reiðar. Ég virði þær sem vilja koma fram og segja sína hlið á sögunni sem og þær sem bíta í varirnar og vilja ekki opna sig. Þegar málefni sem þetta er orðið svona opinbert er erfitt að þegja og hlusta á annann tala og finnast heiðarleikinn tapast ef ekki báðar hliðar koma fram.

Drífa okkar hefur því ákveðið að tjá sig á sínu Snap Chat-i í dag og styð ég hana til fulls að vilja gera það, þó fyrir mitt leyti muni ég ekki segja meira en það sem ég hef sagt hér og vil því ekki taka þátt í því sem á sér stað núna.

Þið getið fylgst með því með að adda henni á SnapChat: drifag

face

Munum að vera heiðarleg hvaðan sem við komum og munum einnig að hafa varann á, því með óheiðarleika getum við sært og skotið sjálfa okkur í fótinn.

HEIÐARLEIKI FRAMAR ÖLLU

KNÚS

http___signatures-mylivesignature-com_54494_234_18c0322c36a11c0dd6eabd82b1199df7

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *