Sushi er matur sem ég hef verið í nokkuð langan tíma að læra að borða og satt að segja fannst mér það alls ekki gott þegar ég smakkaði það fyrst. En ég ákvað alltaf að gefa því annan séns og það varð alltaf betra og betra eftir því sem ég smakkaði oftar og núna er sushi einn uppáhalds maturinn minn.

Í kvöld gerði ég í fyrsta skipti sjálf heimatilbúið sushi. Ég hef oft hugsað um að búa það til en aldrei lagt í það, þannig að það var kominn tími til. Í alvöru, þetta er svo miklu, miklu, miklu minna mál en ég hélt. Þetta tekur auðvitað tíma en svo þess virði, þetta var að mínu mati alveg jafn gott og á veitingastöðum, eða jafnvel betra.

Ég notaði lax og krabba og var bæði með krabba í sneiðum og bjó svo líka til krabbasalat. Síðan var ég með avocado, mango, graslauk, klettasalat og gúrku og gerði fjórar mismunandi rúllur og nokkra sushipizzubita. Svo er líka gaman að hafa mismunandi tegundir af sushi en ég ákvað að hafa ferska bita, en djúpsteikti svo bæði venjulega bita og sushipizzuna.

Þetta er eitthvað sem verður gert aftur mjög fljótlega og ég ætla strax í það að fara kaupa mér almennilegar græjur í sushigerðina. Ég hefði viljað fatta það fyrr að taka myndir af öllu ferlinu en ég væri alveg til í að gera það við tækifæri og taka þá myndir af hverju skrefi fyrir sig ef það er áhugi fyrir því.

Njótið helgarinnar

– Helga Sigrún –

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *