idunnjonasar.x.homeSumarið 2014, tókum við Raggi þá ákvörðun að selja íbúðina okkar og kaupa nýja. Nýja að því leiti að við höfðum ekki búið þar en ómæ hvað hún var ekki NÝ! Húsið sem íbúðin er í er frá cirka 1960-70ish veit ekki nákvæmt byggingarár.

Við hugsuðum að þetta væri frábært tækifæri í að gera drauma heimilið okkar. Búa í gömlu íbúðinni yfir sumarið og flytja inn um haustið. Við hefðum ekki verið bjartsýnni! Íbúðin sem við áttum seldist á innan við sólarhring og við þurftum að pakka öllu á einum mánuði og vorum ekki einu sinni byrjuð á nýju fínu íbúðinni okkar sem var haugur á þessum tíma!

Ssem betur fer gátum við verið hjá mömmu og pabba á meðan við gerðum íbúðina okkar íbúðavæna. Svo heppin að mamma og pabbi voru þau sem keyptu húsið sem að íbúðin okkar er í og við þar af leiðandi íbúðina okkar af þeim. NEMA að þau voru líka að gera upp sinn part þannig að þegar við Raggi fluttum inn til þeirra þá var bara búið að parketleggja og já ég meina BARA (ok, plús mála). Við vorum því baðherbergislaus og eldhúslaus í nokkrar vikur, Skeifan og sturtu aðstaðan í HR voru okkar bestu vinir á þeim tíma. En nóg um það í bili.

Á meðan framkvæmdum stór var ég dugleg að snappa á idunnjonasar, allt frá modarhrúgum og málingardollum yfir í kaffi pásum. Til að gera langa sögu styttri, þá enduðum við meða að henda öllu út úr íbúðinni, þar á meðal nokkrum veggjum, gluggunum, gólfinu og grjótinu undan gólfinu sem reyndist vera aðeins stærra en við áttum von á. Lofthæðin var einungis 2 metrar á góðum part af íbúðinni og þurftum við því að brjóta upp gólfið og grafa undan. Grjótið sem reyndist vera undir gólfinu sem var ástæðan fyrir þessari 2m lofthæð reynist vera fjall! Það tók 5 vörubíla, 15TONN hver að fjarlægja grjót og veggi af bílaplaninu hjá okkur og svo aðra 2 til að koma með möl í grunninn aftur. Ætli ég verði ekki bara með “throw back Thursday” til að geta sýnt ykkur allt sem við gerðum á instagraminu. Mætti í raun segja að eina sem er upprunalegt í íbúðinni er útidyrahurðin, útvegginir ásamt tvem minniháttar veggjum.

Raggi, Pabbi, Tengdó x2, ásamt mörgum öðrum æðislegum aðilum eiga allann heiður skilið af íbúðinni okkar. Ég auðvitað reyndi að gera mitt besta en sumt var bara ekki gerlegt fyrir mannesku með engann styrk í efri líkama.

Hlakka til að sýna ykkur myndir frá íbúðinni okkar. Fyrir og eftir myndir, dúllerí og alls konar annað, við erum ekki enn búin að klára allt ennþá þannig hellingur til að sýna ykkur!

/Ipunn Jónasar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *