Í gær helltist yfir mig einhver auka orka og ég kom ýmsu í verk sem mig hefur langað að gera i smá tíma og eitt af því var að baka góða köku! Bjarki átti afmæli daginn áður svo það er enn afmælisvika og kökur og dekur partur af henni…

Ég ákvað að gera Snickers-marensköku sem ég improvisaði aðeins eftir því hvað ég átti til og nennti að gera.

 

kaka3

Marengsbotnar:

250 grömm sykur

5 eggjahvítur

1 1/2 tsk lyftiduft

2 lúkur mulið kornflex

Aðferð:

Stífþeytið saman sykur, eggjahvítur og lyftiduft alveg þar til þið getið snúið skálinni við án þess að nokkuð detti úr. Þegar þetta er komið þá tek ég 2 lúkur af kornflexi – krem það í lófanum og strái yfir. Þessu er svo blandað saman varlega með sleif.

Ég teiknaði tvo hringi á smjörpappír til þess að miða við þegar ég setti deigið á og notaði til þess matardiska á hvolfi.

Botnarnir fóru inní ofn á 120° og blástur í 45 mínútur (ath getur verið mismunandi eftir ofnum svo það er gott að fylgjast vel með seinustu 15 mínúturnar og taka þá stöðuna).

Þegar botnarnir höfðu kólnað þeytti ég rjóma og hakkaði 1 stk snickers og bætti við. Rjóminn fór á milli botnanna og ofaná.

Súkkulaðisósa:

3 snickers

2 dl rjómi

Þessi sósa er eins einföld og hún gerist – snickersin eru söxuð niður og sett í pott og rjómanum hellt yfir. Þetta er brætt saman og látið kólna.

Þegar sósan hefur kólnað helli ég henni yfir rjómann á toppnum á kökunni og strái svo berjum yfir.

Ég notaði jarðaber, bláber, brómber og hindber – en hver og einn getur bara valið hvað hann/hún vill ofaná kökuna sína!

Voilá!

kaka1

kaka4

Baltasar leist ágætlega á þessa köku og gæddi sér á nokkrum berjum….

XX

DRÍFA

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *