Sælir Elsku lesendur.

Eins og einhver ykkar vita ákvað Drífan okkar að kúpla sig úr blogg heiminum vegna anna. Maður getur jú ekki verið allstaðar. Við Drífa höfum gengið í gegnum blogg lífið okkar saman og alltaf verið svo jafnstíga – ég mun því sakna hennar mikið !!

Það fékk mig þó virkilega til þess að hugsa mig um. En, ég er bara ekki tilbúin að hverfa alveg strax úr bloggheiminum. Dætra hópurinn er orðinn svo flottur, svo yndislegar stelpur sem allar hafa svo mikið að gefa.

En að öðru – Þið ykkar sem fylgið okkur Dætrum á Instagram
-> daetur.is <-
Hafið séð að í gær byrjuðum við ein á fætur annarri að kynna okkur örlítið betur á “insta snappinu”, ég nefndi það að ég hafi farið á tísku markað í dag sem mig langar að sýna ykkur örlítið frá.

 Aarhus og Tísku grúbba borgarinnar settu saman skemmtilegann markað sem staðsettur var á höfninni. Markaðurinn kallast Box Market og verður í gangi alla helgina. Fyrirtækin eru öll local frá Aarhus og munu sína og kynna merkin sín – sum stór, önnur bara að stíga sín fyrstu skref.
Það var ótrúlega gaman að labba höfnina og koma við á markaðinum sem settur var upp sem básar í gámum – skemmtilegt og öðruvísi concept.

Það var hægt að kaupa kaffi og mat á svæðinu í svolítlum “street food” style. Food Trucks og Ísverslun á Hjóli, já Hjól-Ís-Búð sem dæturnar voru verulega sáttar með, enda fannst þeim við vera að skoða of mikið “fullorðins”.

Endilega fylgist með okkur á Instagram
daetur.is

Og mér:
alexosk

Knús

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *