Vegan Hnetusmjörs “cups” eða Vegan Peanut Butter Cups. Himneskir bitar sem er yndislegt að eiga í frystinum og bjóða upp á með kaffibolla eða tebolla.  Hollir fyrir líkama, sál og huga <3

Hnetusmjörsfylling

 • ½ bolli lífrænt hnetusmjör (nota Smooth hnetusmjörið frá Whole Earth)
 • 1 msk lífrænt hlynsíróp
 • 1 msk kókoshveiti

Súkkulaðið

 • 2 bollar dökkt súkkulaði – lífrænt, vegan og amk 70% (auðvitað veljið þið bara það súkkulaði sem ykkur þykir best, ef ég er að gera fyrir börnin mín nota ég suðusúkkulaði)
 • 2 msk kókosolía

 Aðferð

 1. Notið möffins bökunarform og setjið pappa möffins form ofan í. (uppskrifin passar í 12 stór muffins form)
 2. Byrjum á að gera hnetusmjörsfyllinguna. Í lítilli skál blandið saman hnetusmjörinu, hlynsírópinu og kókoshveitinu. Blandið vel.
 3. Setjið lok á skálina og inn í frysti í 15-20 mín – þetta hjálpar þér að móta fyllinguna á eftir.
 4. Takið skálina úr frystinum. Takið ca 2 tsk af hnetusmjörsfyllingunni með skeið í hendina og formið í litla, flata hringi. Endurtakið þar til þið eruð með 12 hnetusmjörsfyllingar.
 5. Næst bræðið súkkulaðið og kókosolíuna yfir vatnsbaði.
 6. Setjið svo tvær teskeiðar af bræddu súkkulaði í botninn á muffinsformunum. Smellið muffinsforminu léttilega niður þannig að súkkulaðið dreifist jafnar og fyllir botninn á forminu. Leggið hnetusmjörsfyllingu varlega ofan á súkkulaðið. Endurtakið fyrir öll formin.
 7. Setjið svo brætt súkkulaði yfir hnetusmjörsfyllinguna og dreifið varlega þar til súkkulaðið er jafnað yfir formið. Endurtakið með öll formin.
 8. Setjið formið í frystinn og frystið í 15-20 mín.
 9. Takið úr frystinum og bréfformin utan af hverju stykkið. Leggið á disk og leyfið að þiðna í ca 10 mín.

Njótið!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *