Ég er komin með æði fyrir þessari hafrapönnsu..hún er snilld í millimál eða morgunmat t.d. 🙂

Uppskrift

 • 40-50gr haframjöl
 • Stappaður banani
 • Dass af kanil
 • 2 egg 


  Aðferð
  Öllu hrært saman og sett út á pönnuna, hellan stillt á vægan hita (ég hef stillt á 5). Steikt á fyrri hlið í 5 mín og þá er hægt að flippa í heilu lagi, steikt í 2-3 mín á seinni hlið.

   

  Mér finnst best að borða þetta með smjöri og osti, ég skipti pönnsunni í 4 hluta og borða helminginn (2 hluta) í einni máltíð, ein svona pannsa er rúmlega 400 kcal (fyrir utan áleggið). Svo er auðvitað hægt að prufa allskonar álegg t.d. hnetusmjör, ávexti og agave sýróp…

  XXX

  HELENA RÚNARS

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *