Ég verð að deila með ykkur uppskrift af sjúklega góðri og hollri pizzu, sem ég gerði í gær!

Hún er að sjálfsögðu Low-FODMAP þannig að mér leið ótrúlega vel eftir að hafa borðað hana! Hún er ekki svona þung í magann eins og venjuleg hveitipizza.

Mæli með henni í hádeginu eða í kvöldmat, fyrir ykkur sem þolið ekki hveiti eða viljið passa upp á línurnar.

Þessi uppskrift er fyrir 1-2 manneskjur.

20160729_191347

Botninn:

-4 egg

-2 dl hveitikím

-Salt og pipar

Ofan á:

-Pizzusósa eða rautt pestó

-1 Mozzarella kúla

-Tómatur

-Basil

-Grænt pestó

Hrærið þetta saman í skál og hitið pönnu með olíu. Hellið á pönnuna og látið malla í nokkrar mínútur eða þangað til að þetta hefur harnað aðeins undir. Þá snúið þið henni við og eldið í smá stund í viðbót. Þegar botninn er tilbúinn þá setjið þið hann á ofnplötu.

Síðan setjið þið tómatpestó eða pizzusósu á botninn og þar á eftir mozzarella ostinn, tómatinn, basil og pestóið. Þá er pizzan tilbúin að fara í ofninn á 180° gráður í sirka 15 mín!

Voilà!

20160729_191411

20160729_193841

Whitagram

– Ásthildur

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *