Nú þegar sólin er farin að skína almennilega, kjólarnir komnir út úr fataskápnum og sandalarnir teknir fram þá er MUST að hugsa um húðina og hárið. Góð sólarvörn er must og þá er ég ekki bara að tala um á húðina sem flestir (vonandi allir) setja á sig, þótt það sé ekki nema 15 SPF því það margborgar sig!

Sólarvörn í hárið er alveg jafn mikilvæg og á húðina – því það segir sig bara sjálft að brennandi sól + hár = slæm útkoma ef ekkert er gáð að… svo ég tali nú ekki um ef salt, sandur og klór bætist í jöfnuna – svona ef einhverjir huga að utanlandsferðum eða sundsprettum!

Ég fékk einu sinni  brúsa af Miracle Treatment frá Eleven Australia þegar ég var á Íslandi og ég varð ástfangin og síðan þá hefur ekki verið aftur snúið og ég var ekki lengi að finna mér stofu hér í Odense sem selur Miracle! Þessi vara er allt sem hárið þarf og þá meina ég allt! Í Miracle er hitavörn, sólarvörn, næring fyrir endana, flókaspray, styrking og bara í rauninni allt sem við ættum að gera fyrir hárið okkar – en trössum oft á því það hefur enginn tíma fyrir 5+ hárvörur á morgnanna… svona ef við setjum raunsæu gleraugun okkar á….

Nafnið á mjög vel við…

Núna ætti ég að vera með einhverja mynd af mér með hárið í vindinum – en nei ég er búin að vera með hárið í snúð í svona 6 vikur – því ég hef ekki farið í litun í alltof langan tíma!

Næsta mission: Litun.

XX

DRÍFA

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *