Hvað er betra en að vakna á Laugardags morgni og snæða sér á nýbökuðu brauði með kaffibollanum?

Ég fann þessa uppskrift fyrir nokkru og er núna búin að baka brauðuð nokkrum sinnum án þess að það mistakis – það er því mjög svo idiot proof !! L O F A

Og það er alltaf jafn gott og er orðið uppáhalds brauðið hérna heima hjá okkur.

Svo hér fáið þið uppskrift.

1 og hálfur bolli volgt vatn sett í hrærivélaskálina.
25 g ferskt ger (hálfur pakki þurrger)

Þessu blandað saman með skeið og látið sitja í nokkrar mínútur.

1 matskeið hunang sett út í gerblönduna
4 bollar hveiti (sirka)
2 teskeiðar salt

Öllu blandað með hnoðaranum á hrærivélinni þar til deigið er mjúkt en kístrast ekki við fingurna. Ég notast oft við það að þegar deigið er búið að hnoðast í vélinni að skálin er nánast hrein því allt deigið er komið í kúlu eða farið að haldast saman.

Ég set smá hveiti á hendurna því jú deigið klístrast oggu ponsu – tek deigið upp á skelli því í pönnu, má líka setja það á ofnplötu eða hvað sem þið viljið. Strík smá hveiti yfir brauðið og sker á það rákir.
Set svo rakt viskustykki yfir og leifi brauðinu að hefast í ca 20 mín á meðan ofninn hitnar.

Þar eftir er brauðið sett inn í 200 gráðu heitann ofn þar til tilbúið – orðið svona gullinbrúnt.

Þetta er svo óóótrúlega gott og ég get svoleiðis lofað ykkur að þið verðið ekki svikin !! 🙂

Verði ykkur að góðu.

KNÚS

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *