Ég fæ svo oft að heyra það hvað það hlýtur að vera erfitt fyrir bæði okkur fjölskylduna í Danmörku að vera fjarri fjölskyldunni á Íslandi sem og Mamma og Pabbi að vera fjarri okkur og barnabörnunum sínum.

Hvernig er hægt að byggja gott og sterkt samband við barnabörn sín sem búa erlendis?
Er það yfir höfuð hægt?

Ég rambaði síðan inn á grein þar sem ein Amman og Afinn ræddu erfiðleikana við það að barnabörnin búa erlendis og að samband þeirra væri aldrei það sama og ef þau byggju í sama bæjarfélagi og langaði mig því að segja ykkur örlítið frá minni upplifun af svipuðum aðstæðum, enda búsett erlendis með börn.

Jú, Amman og Afinn skreppa ekki af stað og sækja börnin í leikskólann eins og þau gera kannski fyrir þau sem búa rétt hjá þeim á Íslandi. Við hringjum ekki og byðjum þau að passa börnin á meðan við hjónin skreppum á „deit“ og við skreppum ekki heim til Ömmu og Afa í mat eftir langann vinnudag með börnin. Eldhúsið hjá Ömmu og Afa er því ekki alltaf opið fyrir köku, spjall og knús eins og það annars hefði verið, værum við búsett nálægt þeim.

En þrátt fyrir allt þetta hafa dætur mínar byggt ótrúlega sterk tengsl við Ömmu sína og Afa á Íslandi. Sterk, traust tengsl – sem þó auðvitað eru byggð á öðrum grunni en tengsl hinna barnabarnanna, en þó langt frá því að vera einhvað veikari.

Að búa erlendis og vera fjarri fjölskyldunni er því ekki bara erfitt, stanslaus söknuður og tár við kveðjustund. Við höfum lært það að nýta tímann samann til hins ýtrasta, að vera alltaf með skipulagt hvenær við hittumst næst áður en við kveðjumst því það gerir biðina auðveldari. Við nýtum hverja einustu mínútu saman, í nokkra daga, til vikur í einu. Sofum í sama húsi, vöknum saman á morgnanna og borðum kvöldmat saman …. á hverju kvöldi. Einhvað sem við hefðum ekki getað, eða myndum gera, byggjum við hlið við hlið.

Dætur mínar hafa einnig alist upp við að eiga sinn eigin ipad frá unga aldri. Þær lærðu ungar hvernig þær gætu hringt sjálfar á FaceTime til Ömmu og Afa og mega hringja þegar þær vilja. Sem gerir það að verkum að Amma og Afi eru alltaf til staðar og hef ég meira að segja upplifað að Zoé hringdi í Ömmu sína eftir að ég sagði nei við Ís nr 2 það kvöldið – „Ef Mamma segir Nei, prófum þá að spyrja Ömmu og Afa“ – reglan gengur þá líka þó maður búi ekki í sama landinu ☺
Sumir lýta á ipad notkun barna óholla en í okkar tilfelli er hún mikilvæg fyrir tengslin.

Tungumálið – heitasta málefnið og aðal áhyggjuefni margra, meira að segja þeirra sem ekki þekkja okkur vel. Dætur mínar tala um það bil 70% Dönsku og 30% Íslensku, en skilja Íslenskuna mjög vel.
Tungumál fyrir börnum er aldrei jafn stórt „vandamál“ og fyrir okkur fullorðna fólkið. Börnin tala bara, eiga samskipti óháð tungumálum. Þó Zoé, sú eldri átti sig vel á að hún tali Dönsku og Amma og Afi Íslensku er það engin hindrun fyrir hana í samskiptum og sú yngri, hún talar bara og er sama þó þú talir við hana Rússnesku, hún myndi gera sig skiljanlega og reyna að skilja þig. Með hverju FaceTime samtalinu og með hverri heimsókninni verða þær þó alltaf betri og betri í að tala Íslensku – þær vilja tala Íslensku við fólkið sitt á Íslandi þó þær kjósa eingöngu að tala Dönsku við mig – þær tala Íslensku á sínum forsendum. Því er það regla númer eitt, tvö og þrjú fyrir Ömmuna og Afann að stoppa ekki að tala, ræða og leika þó skilningurinn sé ekki 100% – ætli maður tengist ekki best þegar maður reynir að vinna í gegnum það og læra að skilja hvort annað?

Dætur mínar eiga dýrmætt samband við Afa sinn og Ömmu á Íslandi, samband sem verður aldrei tekið af þeim. Þær treista þeim 150% og knúsa þau við hvern hitting eins og þau hefðu hisst síðast í gær.

Að halda góðu sambandi við barnabörnin sín er vinna, þó barnabörnin búi við hliðina á þeim eða í öðru landi. Sambandið byggist á trausti – trausti að Amma og Afi gefist ekki upp, haldi áfram, hringi og taki við símtölum, knúsi, kyssi og þykjast kitla þó það sé í gegnum ipadinn.

Dætur mínar eiga Ömmu Brynju og Afa Jonna á Íslandi – sem eru Amma og Afi sem aldrei munu gefast upp. Amma og Afi sem gera allt sitt til þess að vera eins náin stelpunum sínum í Danmörku og þau geta og stelpurnar mínar eiga bestu vini í Ömmu sinni og Afa.

Dýrmæt Tengsl

KNÚS

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *