Ég var svo heppin að fá ótrúlega fallegan pakka sendan í seinustu viku – bleikt box með svörtum borða og à því stóð ,,Iðunn”. 
Iðunn box er box sem hægt er að fá í áskrift – eitt box mánaðarlega og í því eru spennandi snyrtivörur! 
Í boxi mánaðarins leyndust 5 vörur í fullri stærð og 3 prufur! Í boxinu var Essie naglalakk, FAB andlitshreinsir, Rakamaski frá anatomicals og augngríma frá sama merki, Honey drops brúnkudropar frá Body Shop og svo krem prufur! Ég átti erfitt með að trúa því að allar þessar vörur hafi passað í þetta box en þarna voru þær allar! 
Mér finnst svo flott að loksins sé svona áskriftarbox komið til Íslands því þetta þekkist víða í útlöndum og nýtur mikilla vinsælda þar! 


Essie naglalakkið í litnum Sand Tropez


Honey bronze droparnir frá Body Shop 


Allar vörurnar saman!


Ég er vægast sagt spennt fyrir komandi boxum og fagna þessari nýjung á Íslandi! 

Beauty áskrift fyrir snyrtivöruunnendur ❤️
Ég fékk boxið að gjöf, en skrifa alltaf hreinskilið álit sem endurspeglar mína reynslu af vörunni. 

XX – Drífa

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *