Iðunnbox
Idunnbox var send sem gjöf óháð umfjöllun.

Fékk núna á dögunum í pósti, IðunnBox. IðunnBox er snyrtivöruboxa áskrift sem er sent út einu sinni í mánuði, hægt er að velja um áskrift fyrir staka mánuði eða 3 í röð. Margar hafa öruglega sé unboxing video á youtube af Ipsy ofl, en Iðunnbox er eins áskrift.

Einn mánuður kostar 6990kr en 3 mánuðir 19500kr.

Finnst þessi áskrift mjög sniðug og finnst allveg ótrúlegt að enginn hafi gert þetta áður. Þægilegt fyrir snyrtivöru áhugafólk eins og mig að fá bara pakka einu sinni í mánuði með fullt af vörum sem gaman er að prófa. Ef það er svo vara sem ekki henntar þá er hægt að gefa hana bara áfram til vinar eða einhverjum öðrum í fjölskyldunni.

Iðunnbox

Gaman að segja frá því að í kassanum mínum voru 5 vörur í fullri stærð og 2 prufur, sem mér þykir ansi gott.

Prufunar og rakaspreyið frá Mario Badescu mun ég taka með mér í næsta flug, hlakka til að prófa. Hef notað Rimmel í nokkur ár, var sponsuð af þeim fyrir myndatöku sem ég gerði 2011 og veit að ég mun ekki verða fyrir vonbrigðum með þessar vörur. Veit um eina sem myndi svo dýrka Babylips varsalvann, ég get ekki varavörur með mikilli lykt en þá er gott að geta gefið áfram þær vörur sem ég get ekki notað. Salt spreyið fær mig til að langa að setja hárið niður en þau sem þekkja mig, þekkja mig eiginlega bara með hárið uppsett.

Það sem er í Júlí kassanum (held að það sé það sama í öllum)

/Facial Sprey, Mario Badescu – Fotia.is

/Salt Sprey, Less is More – Lottak.is

/Babylips, Maybelline – Hagkaup, Lyfja, Lyf og Heilsa ofl

/Shampoo & Conditioner, John Masters Organics – Mai.is

/Eyeliner, Rimmel – Hagkaup, Lyfja & Krónan

/Maskari, Rimmel – Hagkaup, Lyfja &Krónan

Hægt er að skrá sig í áskrift inná IdunnBox.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *