Ég hef áður sýnt frá þessari DYI hillu sem ég setti saman fyrir um ári síðan.

Nú er hún þó farin að falla almennilega inn í heimilið og ég farin að geta puntað, raðað og gert hana fína eins og ég vil …. ég þarf nefnilega oft að venjast nýjum hlutum á heimilinu áður en ég get farið að svona almennilega byrja að nota þá – já kannski smá weird??

Allavega, þessi veggur var alveg tómur og vissum við eiginlega ekkert hvað við vildum gera við hann, mig datt því í hug að kaupa einhverja fína hillu samstæðu þarna og var með þær í huga frá bylassen, kubus hillurnar – þær eru bara svo FOK að ég varð að finna betri lausn og datt því í hug að setja saman 3 stærðir af LACK hillum frá IKEA.

Ég keypti því 1x LACK 190×25 cm ; 1x LACK 30×26 cm og 2x 110×26 cm

Þessi lengsta er því sú lóðrétta, minnsta efst og hinar tvær þessar tvær löngu, láréttu.

Hillan er staðsett inni í borðstofu hjá okkur og fannst okkur því einhvað þurfa til þess að fela sjónvarpið sem við erum með þar inni, en borðstofan er þannig staðsett í húsinu að ekki er hægt að heyra eða gægjast í sjónvarpið frá setustofunni.

Þetta var því MUN ódýrari kostur en þessi með byLassen hilluna, og ég er ekki frá því þó þessi kosturinn sé bara mikið flottari 🙂

Hillan kostaði mig því ekki meira né minna en 306 danskar krónur eða um 5 þúsund krónurnar.

Vona að ykkur líki hillan og getið fengið smá innblástur fyrir ykkar hillusamstæðu.

KNÚS

One comment

Reply

Snilldarlausn hjà þér Alexandra mín.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *