Af öllum samfélagsmiðlunum sem eru í gangi núna þá er Instagram mitt uppáhalds! Allir sem þekkja mig vita að ég er óþolandi virk þar inni, en ég reyni yfirleitt að hemja mig og deila ekki alltof miklu þar inni ef ég get. Mér finnst ótrúlega gaman að taka fallegar myndir, vinna þær og draga fram liti til þess að fá bestu útkomuna. Ég hugsa að þetta verði fastur liður hjá mér á blogginu, að deila með ykkur svona því helsta sem ég hef sett inná Instagram – ég veit ekki hversu oft það verður, ættli það komi ekki bara í ljós með tímanum

Insta July 1

  1. Vero Moda Tískusýning uppí vinnu
  2. Klassísk selfie – ég er harður aðdáandi af beauty filternum á Snap #noshame
  3. Á leið til Svíþjóðar að eyða langri helgi með nokkrum æsku vinkonum (Essie Island Hopping á nöglunum – auðvitað!)

 

Insta July 2

  1. Í ferjunni frá Aarhus til Kaupmannahafnar – Aarhus höfnin í baksýn
  2. Vinkournar í labbitúr í Malmö
  3. Nyhavn í Kaupmannahöfn þar sem var skálað og notið í sólinni

 

Insta july 3

  1. Á leiðinni heim frá Malmö/Köben í rútunni – himininn tók vel á móti mér í Aarhus
  2. Vero Moda bauð okkur á Northside Festivalið í sumarpartý
  3. Fríir drykkir í boði Vero Moda allt kvöldið – hættulega gjafmildir

Meira var það ekki í dag, ég ættla að púsla mér saman eftir brúðkaupsgleði gærkvöldsins og drífa mig niður í bæ að horfa á leikinn í kvöld!

Ykkur er auðvitað guðvelkomið að fylgja mér á Insta: @rebeinars

xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *