Einn af mínum uppáhalds samfélagsmiðlum er án efa Instagram.
Jú, instagram hefur oft verið dæmt fyrir Glimmer – Glamúr…. Glansmyndina.

En það er ákkúrat kannski það sem manni oft langar að sjá – Smá Glans.
Glans sem gefur manni smá innblástur og veitir manni smá gleði – maður gleymir sér smá í fegurðinni.

Einn af mínum uppáhalds Instagrömmurum þessa dagana er Jeanette Wellendorfs (@wellendorfs) – Dönsk með svaaaakalega flottan stíl – og hrikalega fallegt heimili.

Ég mæli með að þið skellið “fylgja”/”follow” á hana og fylgist með fallegu myndunum sem hún setur þar inn.

Og ég hef svo ótrúlega marga fleiri fallega instagram prófíla til þess að deila með ykkur.

Kannski þetta verði bara að föstum lið??

KNÚS

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *