Instagram er án efa uppáhalds miðillinn minn – mér finnst ótrúlega gaman að taka fallegar myndir og vinna þær, og er Instagram fullkominn miðill til að deila þeim. Mörgum finnst Instagram vera “feik” miðill, en maður verður bara að muna að þó að maður deili ekki myndum af öllu sem maður gerir yfir daginn, þá þýðir það ekki að það sé feik. Mér finnst ótrúlega fallegt að taka fallegar landslags myndir og sérstaklega þegar ég er að ferðast afþví það er nýtt umhverfi og svo mikið að innblæstri.

Mér finnst líka rosalega gaman að skoða annarra manna Instagröm, sérstaklega hjá þeim sem maður sér að njóta þess að taka fallegar myndir og leggja mikið uppúr efninu sem að þeir deila.

Fyrir neðan er brot úr nýjustu myndunum sem ég hef deilt – Við erum nýlega búin að vera á ferðalagi um Ítalíu og ættla ég að deila myndum frá ferðalaginu á Instagraminu mínu 🙂 Ykkur er velkomið að fylgjast með

Instagram: rebeinars

xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *