Nú bý ég ekki á Íslandi en þrátt fyrir það eru Íslenskir bloggarar, SnapChattarar, Instagrammarar og þar fram eftir götunum þeir helstu sem ég fylgist með.
Sjálf hef ég bloggað í svolítinn tíma þó ég komist nú alls ekki með tærnar þar sem hin hafa hælana. Ég lít  upp til þeirra – ég lít upp til Manuelu á snapchat, Ernuland á snapchat og insta, Pöttru fyrir hennar frábæra persónulega stíl og Camillu fyrir svakalega einlægar og vel skrifaðar færslur.

Ég hef stundum verið spurð að því hvernig það er að vera partur af Íslenska “blogg samfélaginu” hvort það sé ekki mikil gremja, samkeppni og “bitchy”-ness. Sjálf hef ég átt erfitt með að svara þessari spurningu því ég bý ekki á Íslandi, hef aldrei hitt hina bloggarana eða rekist á þær/þá á götum borgarinnar.

Upp á síðkastið hef ég þó alveg óvart komist í samband við Snappara eins og Hrefnu Líf sem er ekkert nema húmorinn einlægninn og hennar stóra hjarta. Ég hef skrifast á við Guðrúnu Veigu þegar hún var stödd hér í Aarhus (þið munið á Adele tónleikunum) – þar var hún ekkert nema vingjarnleikinn, svaraði mér um hæl og hefði óskað að hún hefði verið hér lengur svo hún gæti komið og heimsótt mig í búðina mína. Binniglee var tilbúinn á skotstundu að hjálpa mér við eitt bloggið mitt (sem er enn í vinnslu) og já svona gæti ég talið endalaust áfram.

Síðast – setti ég mig í samband við enn einn stórbloggarann – fyrirmynd mína á instagram, í interior. Eina einlægustu, skemmtilegustu SnapChat stjörnu Íslands.

ERNULAND

Við byrjuðum örlítið að spjalla saman og upp úr því kom að hún bauð mér að taka SnapChat take over hjá henni, sem og ég gerði í gær – Þið getið enn náð helling af því með því að adda ERNULAND á SnapChat PLÚS þá mæli ég með að hafa hana á refresh á snappinu, fylgja henni á instanu og lesa öll hennar bl0gg á krom.is // ég er nefnilega fan og hún er YNDI !!

Því get ég svarað því hér með / Fyrir ykkur.

NEI – Það er enginn gremja – Enginn Samkeppni – Bara vinátta og hjálpesemi !

Flest allir bloggarar, snappara og instagrammarar gera þetta af áhuga – við bloggum frá hjartanu því okkur þykir gaman að blogga. Hvað ættum við að frekjast yfir og keppast um?

Okkur þykir vænt um okkar fáu eða þúsundir fylgenda – það skiptir ekki máli – því fylgendur sama hver talan er halda í okkur ástríðunni, blogg ástríðunni. Að sjá og heyra frá fólki sem getur sett sig í okkar spor – fólk sem getur nýtt sér okkar þekkingu eða stíl, matreyðslu, heilsu tips sem og beauty tips.

With that being said – fylgið ernuland á SnapChat, náið smá af mínu SnapChat-i hjá henni í gær þar sem ég meðal annars bauð upp á afsláttarkóðann: ernuland á www.loudkidscopenhagen.com / -25%

screen-shot-2016-10-15-at-13-15-04 screen-shot-2016-10-15-at-13-15-27 screen-shot-2016-10-15-at-13-15-30 screen-shot-2016-10-15-at-13-15-35 screen-shot-2016-10-15-at-13-15-53 screen-shot-2016-10-15-at-13-16-18

Takk fyrir mig Erna – Takk fyrir að leyfa mér að lána Snappið þitt – Og Takk fyrir að vera svona yndisleg, inspiring, einlæg og skemmtileg.

http___signatures-mylivesignature-com_54494_234_18c0322c36a11c0dd6eabd82b1199df7

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *