Þessi janúar hefur verið einn sá uppteknasti hingað til. Kennarnar í deildinni minni voru ekkert að grínast þegar þeir settu síðustu önnina upp. Verkefni á 2 daga fresti (ýkjur, þið þekkið mig), verknám og BS ritgerð, önnin verður semsagt í móðu.

Va va va hringið á vælubílinn, ég heyri alveg í mér sjálf!

Sko þetta er ekkert nýtt, hvorki hjá mér né öðrum. Við erum bara öll svo upptekin í nútíma samfélaginu okkar.

En Tímaleysi = Forgangsröðun!

Í haust þurfti ég að skrá mig úr einum áfanga. Það var einfaldlega of mikið verknám sem mér fannst ekki vera jafn mikils virði og að eyða tíma með Benjamín!

Það var ekki skemmtileg ákvörðun þar sem ég er 1047 % tilbúin að útskrifast úr náminu mínu. Ég hugsaði þetta samt rökrétt og  minnti mig á að það skiptir í ekki máli hvort ég útskrifast í vor eða næsta haust. Það sem skiptir máli var tíminn sem ég fékk með Benjamín. Þessi ljóshraði sem var settur í gang um leið og hann fæddist er svakalegur og tíminn sem við eyðum saman ómetanlegur. Svo þegar eg verð 93 ára verð ég að hugsa hvort ég útskrifaðist 29 eða 30 ára? Nei. Öllum er nákvæmlega sama. ÖLLUM!

Þannig að. Er bilað að gera hjá þér? Hægðu á þér og forgangsraðaðu. Hugsaðu um það hvað níræða hrukkudýrið þú hugsar um þegar þú situr í lazy boy stólnum þínum og pásar í hálftíma milli þess sem þú klæðir þig í sokka. Nokkuð viss um að þú verðir ekki að pæla í þessu eina ári. Þú munt hinsvegar að öllum líkindum hugsa til barnanna þinna, eða bara hluta sem þér þótti vænt um í lífinu en útsriftarárið verður jafn þurrkað út og það hvaða ár þú heldur að sé þegar þú klæðir þig í seinni sokkinn.

Og svo eru það björtu hliðarnar : Ég fékk meiri tíma með mini-me honum herra B. Ég fæ ALLA athyglina í vinahópnum þegar ég útskrifast og get haldið aðal útskriftarveisluna, já já miðpunktur athyglinnar ég er nú aldrei svikin af svoleiðis…

 

Ykkar einlæg, upptekin og óvenjulega stuttorð að sinni, Oddný

One comment

Reply

SNILLI!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *