Hver er Joey Scandizzo?! Jú krakkar mínir ég skal segja ykkur það! Joey  hefur verið tilnefndur hárgreiðslumaður ársins í Ástralíu þrjú ár í röð – en hann er sá þekktasti og eftirsóttasti í hárgreiðslubransanum. Hann sér um hár Kardashian systra, Paris Hilton, Selenu Gomez, Gigi Hadid ooog þarf ég að halda áfram?!

Hár eftir Joey

Joey er líka stofnandi og eigandi Eleven Australia ásamt góðvini sínum Andrew O’toole (sem er með honum á klakanum) – en Eleven Australia eru bara bestu hárvörur sem ég hef kynnst – og ég held ég sé nánast búin að prófa alla línuna frá þeim eins og hún leggur sig…og ég elska allt!!!

Flottir lokkar!

EN NÓG UM ÞAÐ! Hvað er Joey að gera á Íslandi? 

Joey er kominn ásamt Andrew vini sínum sem ég sagði ykkur frá áðan til þess að halda bilaða hárgreiðslusýningu í samstarfi við Reykjavík Warehouse. Sýningin verður í Gamla Bíó þann 11. maí og ég mæli með því að allir sem hafa áhuga á hári og útliti kíki á þessa sýningu en þetta er once in a lifetime – bilað show!

Teymið lenti í gær á Íslandi og er í Bláa Lóninu í dag – og á morgun er ferðinni heitið á Geysi…

Kids – tékkið á þessu, skráning er HÉR!

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *