Færslan er LANGT frá því að vera kostuð.
Ég fékk myndirnar af bókinni sendar frá móður söguhetjunnar.

JólaÓska listinn fyrir börnin?

Well – það er ein bók – og bara ein bók, sem ÖLL börn verða að fá undir jólatréið í ár. Bók sem styður við önnur börn. Bók sem kennir börnunum okkur umburðarlyndi, bók án fordóma – Já, bók sem öll börn verða að eignast.

Bókin sem ég er að tala um heitir Vinir Elísu Margrétar

15133715_10211235231304760_860539559_o

Bókin fjallar um persónu sem heitir Elísa Margrét, sem var þriggja ára fötluð stelpa sem lést í apríl á þessu ári. Í bókinni er sterkur og mikilvægur boðskapur og er komið inná málefni sem mikilvægt er að fjalla um með nálgun sem hentar börnum, til dæmis samkynhneigð, ýmsar gerðir fjölskyldna, stríðni og ólíks uppruna fólks.

Þetta er einnig í fyrsta sinn hér á landi þar sem aðal persónan er fötluð- en það eitt og sér er mikilvægt fyrir öll börn að kynnast.

Þeir bræður Jóhann Fjalar og Nökkvi Fjalar vinir foreldranna skrifuðu bókina. Þeir bræður héldu mjög svo eftirminnilega og rosalega flotta tónleika til styrktar hetjunni henni Elísu Margréti, í fyrra þar sem safnaðist fyrir bíl fyrir fjölskylduna og þegar þeir sáu þá töfra sem voru allt í kringum Elísu Margréti datt þeim bókin í hug.
Ingunn systir Gyðu myndskreytti svo bókina með yndislegum myndum af Elísu Margréti, en Ingunn þekkti hvern kima af Elísu Margréti svo það er einstaklega ánægjulegt og gerir bókina hjartnæmari fyrir vikið.

15182320_10211235230504740_6378580_o 15153035_10211235230824748_38784427_o

Allur ágóði bókarinnar rennur beint til Barnaspítala Hringsins en Barnaspítalinn var annað heimili Elísu Margrétar frá því að hún var 6 vikna þar til hún dó í apríl á þessu ári.

15153092_10211235336507390_539508538_o

Gyða segir að þeim foreldrum langar mikið að gefa tilbaka til Barnaspítalans sem reyndist þeim og Elísu Margréti svo vel allan þennan tíma. Draumurinn er að safna fyrir heilalínuritstæki, en slíkt tæki er ekki á Barnaspítalanum og þarf að ferja börn yfir í fossvoginn fyrir eitt heilalínurit. Elísa Margrét fór í fjölmörg heilalínurit á sinni stuttu ævi og hefði verið töluvert betra að hafa greiðari aðgang að tækinu, segir Gyða.

Bókin fæst í öllum búðum Hagkaupa um allt land og kostar 2499 krónur. Takmarkað upplag er í boði, en það er ósk þeirra foreldranna að sem allra flest börn (og fullorðnir) eignist bókina til þess að halda fallegri minningu Elísu Margrétar á lofti, og til þess að sá einstaki og fallegi boðskapur sem býr í bókinni muni ná til sem allra flestra!

Ég hvet því alla að koma við í Hagkaupum, og gefa gjöf sem skiptir máli.

15215838_10211235337187407_1842371446_o

http___signatures-mylivesignature-com_54494_234_18c0322c36a11c0dd6eabd82b1199df7

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *