Á hverju ári (seinustu 5 árin sem við erum búin að vera saman) förum ég og Emil saman í jólaborgaferð, eins og ég hef áður sagt frá. Ferðin í ár var örlítið öðruvísi en hinar, þar sem að við völdum borg sem að ég hef unni mikið í, og því var þessi ferð plönuð mest af mér, og tækifæri fyrir mig að sýna honum borgina eins og ég þekki hana. Til viðbótar að þá var þetta eiginlega smá vinnu kveðjuferð fyrir mig, þar sem að seinasti vinnu dagurinn minn hjá Vero Moda var á miðvikudeginum áður en við flugum út, og því tími fyrir mig að kveðja á London Vero Moda skrifstofunni, og borgina smá líka, þar sem ég verð eflaust ekki að ferðast þangað núna mörgum sinnum á ári, eins og ég hef gert seinustu árin.

Mig langaði að deila með ykkur nokkrum myndum og því sem við gerðum, þar sem það eru eflaust einhverjir (Katrín Edda – hjálp?) hér sem eru á leiðinni til borgarinnar á næstunni í helgarferð 🙂

img_4650

Lentum fyrir hádegi í ótrúlega fallegu vetrarveðri

img_4711

Þar sem veðrið var svo gott ákváðum við að fara í London Eye sama dag – algjörlega möst fyrir þá sem eru ekki of lofthræddir (ég pissaði næstum í mig á toppnum)

img_4824

Fallegt sólsetrið niðri við ána

img_4829

img_4952

Öll borgin er undirlögð í jólaskrauti og jafnvel hörðustu hóla-hatarar geta ekki annað en raulað jólalög í hausnum og notið sín

img_4856

Við erum bæði brjálaðir Harry Potter fans (no shame) og keyptum því miða í studíóið sem er ca 40 mín fyrir utan London. Ótrúlega skemmtileg ferð, þar sem mðaur fær svona behind the scene upplýsingar og fær að skoða upptökuverið þar sem myndirnar voru teknar upp.

img_4875

The Great hall í Hogwarts skólanum

img_4940

og auðvitað lestin 🙂

img_4935

Ég var svo búin að ákveða að bæta í töskusafnið mitt í London í tilefni af nýrri vinnu og smá jólagjöf frá mér til mín – enda roslega gott úrval af búðum í borginni. Valið stól á milli nokkurra, en falleg YSL taska varð fyrir valinu, sem á skilið sitt eigið blogg 😉

Ég byrjaði svo í nýju vinnunni í morgun – búin á því!! En ég segi ykkur meira frá því fljótlega!

xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *