Jólin nálgast ófluga, og ef þið eruð eins og ég þegar kemur að jólagjöfum, annað hvort alveg hugmyndasnauð eða kaupið ykkur allt sem ykkur langar í, að þá tók ég saman nokkra hluti til að óska mér þetta árið. Áhverjum jólum og afmæli þá skiptir fjölskylda kærastans míns á óskalistum. Það er ákveðin hefð, og ekki hefð, kanski bara leti 😉 En á hverju ári lendi ég í sama hausverknum að reyna að finna eitthvað sem mér finnst ásættanlegt að biðja fólk um að gefa mér, án þess að finnast ég vera að sýnast heimtufrek (mér finnst ótrúlega erfitt að senda óskalista á þau, en þetta er víst venjan hér).

  1. MIZON – Ég fékk Watery Moisture Maskann (nr. 2 á myndinni) í afmælisgjöf frá stelpunum á skrifstofunni í sumar, og ég prófaði hann fyrst um daginn, og ég er gjörsamlega hooked!! Langar að prófa fleiri tegundir.
  2. GLAMGLOW – Ég er forfallinn Glamglow fíkill, og ég 2 maska frá þeim sem ég nota allavega nokkrum sinnum í vikunni. Í sumar fékk ég svo prufu af þessum fjólubláa í Sephora útí Bandaríkjunum, og mig dreymir enn um góðu ananas lyktina sem er af maskanum. Algjörlega einn besti pull-off maski sem ég hef prófa og gjörsamlega rann af húðinni þegar ég tosaði hann af, án þess að erta eða meiða.
  3. ESSIE – Ég nota einungir Essie naglalökk í dag, mér finnst þau einfaldlega best. Einn af nýjustu litunum þeirra heiti Angora Cardi, og mér finnst hann fullkominn!
  4. ESTEÉ LAUDER – Perfectly Clean línan. Ég er nýlega byrjuð að hafa meiri áhuga á að þrífa húðina og passa þannig uppá öldrun og önnur áhrif sem umhverfið hefur á húðina. Eftir að hafa prófað nætur dropana (sem ég ELSKA btw) að þá langaði mig að prófa fleiri húðvörur frá þeim. Ekki prófað þessa sjálf, en langar að eignast. Kemur sem krem eða froða, kremið er fyrir þurrari húð, en froðan fyrir meðal/kombi húð.
  5. CLARISONIC – Ég rakst á þennan pedicure bursta sem hægt er að smella á, og gefa sjálfum sér smá pedicure sem kostar ekki milljón. Langar til þess að prófa þennan fyrir næsta sumar.
  6. CLARISONIC – Ég ELSKA Clarisonic burstann minn – ég nota hann oft í hverri viku og sé alltaf brjálaðann mun á húðinni en þegar að ég nota bara bómull og hreynsivatn

Hvað er á jólagjafa óskalistanum ykkar?

xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *