Færslan er hvorki kostuð, sponsuð eða hvað sem það nú gæti verið – mig langar bara ofsalega í þessar gjafir undir tréið frá mínum nánustu í ár <3

Nú fer að líða að Jólum og flestir bloggarar, snapparar, instarar (er það orð?) farnir að deila með lesendum sínum óskalistum fyrir þessi Jól.

Það er svo skrítið að allt árið dreymir mig og hinar og þessar vörur og bíð spennt fram að jólum svo ég geti nú óskað mér ALLS. Svo kemur að Jólunum og ég man nánast ekki eftir neinu sem mig langar í eða vantar. Þessi Jólin stóðu þó allra bestu vörurnar upp úr – vörur sem allar tengja mig við ræturnar.

Íslensk hönnun – Íslenskar vörur

Hvað er betra en að styðja við Íslenska hönnun, og Íslenska verslun? Jafnvel smáar verslanir sem leggja allt sitt í drauminn sinn – óh látið mig þekkja það. Það er sko ekkert grín að opna verslun, og standa föst/fastur á sínum draumi – en skemmtilegt er það þó 🙂

Þessi Jólin Óska ég mér þessa ……

screen-shot-2016-12-05-at-21-00-56

1. Mig langar í þessa ofboðslega fallegu úlpu frá CINTAMANI// úlpan minnir mig á Ísland. Íslenska náttúru sem ég sakna svo ofboðslega mikið og já heldur á mér hita – það vita þeir sem fylgjast með mér á SnapChat, ég er yfirleitt gegnum frosin á leið í vinnuna á morgnanna 🙂

2. ÞETTA Úr frá 24ICELAND – Úrið hér er með gullskífu og brúnni leður ól. Ég hef heimsótt síðuna þúsund sinnum og er alltaf að setja saman í nýtt og nýtt úra-look en held ég sé hér komin að mínu drauma úri.

3. Mig langar líka ofboðslega mikið í þetta plakat frá ERNULAND – ég veit nákvæmlega hvar mig langar að hengja það upp – ég get ímyndað mér hversu yndislegt mér þætti að vakna á morgnanna og lesa yfir þessi orð. Minna mann á það sem skiptir máli.

4. Mig langar í alla SKINBOSS línuna – kaffiskrúbbinn, baðsaltið og claybabe maskann. Svandís er ein duglegasta sem ég hef hitt. Hún hefur sko aldeilis staðið föst á sýnum draumi og komið út með eina þá bestu húðlínu sem ég hef prófað. Ég eeeeelska bæði kaffiskrúbbinn og baðsaltið sem ég á og óska mér að fylla á um jólin sem og prófa maskann.

5. Flugvélin – Jú hversu einföld er þessi ósk. Mig langar svo ofboðslega að fara í smá heimsókn til Íslands. Það er svo langt síðan ég fór í heimsókn til Íslands – knúsaði alla fjölskylduna og hitti frænkur og frænda. Mig dreymir um að á komandi ári geti ég verið duglegri að koma til Íslands og vera til staðar á þeim fjölskyldu samkomun sem ég hef misst af undanfarin ár. Ég óska mér því bara gjafabréf í flug til Íslands.

6. Jááá …. ég er súkkulaði fíkill mikill og það vita þeir sem þekkja mig best. Besta vinkona mín benti mér á súkkulaðið frá Omnom og segir að ég hreynlega VERÐI BARA að smakka það !! Því krossa ég putta að Mamma og Pabbi (huhumm, eruði ekki að lesa??) munu kippa einu með í töskuna, því það færst víst í Leifstöð.

Mig langar því einfaldlega bara í Ísland í Jólagjöf – Ísland og því sem landinu tengist.

DESEMBER KNÚS YFIR HAFIÐ

http___signatures-mylivesignature-com_54494_234_18c0322c36a11c0dd6eabd82b1199df7

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *