Núna þegar sumarið er í hæstu hæðum hér í Danmörku erum við mikið úti og einhvernvegin ekki mikil stemning fyrir mikilli fyrirhöfn þegar það kemur að millimálum.

Ég hef mikið verið að gera djúsa og boost seinasta árið og er það algjör lifesaver á sumrin!

Mér finnst grænmetisboost fara betur í magann á morgnanna og ávaxtaboost er frískandi millimál eftir hádegi. Ég ætla að setja inn uppskriftir að þremur góðum, en að sjálfsögðu má breyta þeim og bæta eftir því sem hverjum líkar. Ég td. borða ekki banana en er viss um að hann væri fínn í boosta til þess að gefa meiri fyllingu. Ég set hörfræ og chia fræ í boostana mína bara eftir því sem hentar, en fræin eru næringarrík, auðveld í meltingu mjög orkurík.

Fyrsti safinn er grænn og frískandi

GRænn

Í hann set ég:

2 sellerístöngla

1 kiwi

1 handfylli af spínati

1 sneið af lime

klaki

Allt sett í blandarann og fræ ef maður vill. Best að hræra lengi því þá verður hann silkimjúkur!

SAFI

Næsti safi er bleikur ávaxtahristingur.

Uppskrift:

1/4 vatnsmelóna

1-2 ferskjur

frosin jarðaber

klaki

hörfræ eða önnur fræ ef vill

SAFI3

Seinasti er minn uppáhalds og er ótrúlega bragðgóður og frískandi!

Í þennan setti ég

1/4 vatnsmelónu

1/2 stórt granatepli

5-10 fersk jarðaber

hörfræ

klaka

En eins og ég sagði áðan þá er um að gera að nota ímyndunaraflið þegar það kemur að söfunum, og prófa sig áfram. Oft er ,,less is more” mjög viðeigandi, því oft verður bragðið skrýtið ef ég set of margar ávaxta eða grænmetistegundir saman.

Ég set reglulega inn myndir af því sem ég er að gera á instagramið mitt, en það er @drifagudmundsdottir ef þið viljið fylgjast með.

FRONT

Njótið!

XX

DRÍFA

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *