Ég og Alexandra fórum á Justin Biber hérna í Aarhus í vikunni. Ég missti af honum í Köben í fyrra og þegar ég gat fengið miða fyrir okkur í gegnum vinnuna var ekki spurning að drífa sig! Ég er búin að hlusta á Purpose plötuna hans á rípít, og þegar við Alexandra unnum saman í Vero Moda sátum við stundum allann vinnudaginn með JB á Spotify og sungum með til að skemmta okkur yfir pappírs vinnunni. Justin sveik okkur ekki og voru tónleikarnir geggjaðir! ann var í góðu skapi, bræddi okkur alveg og ég sá sko ekki eftir að hafa drifið mig.

#röðin – klikkuð biðröð inn á tónleikasvæðið… þetta er bara helmingurinn á meðan við biðum

Swoonerinn sjálfur – ég er með algjört girl crush eftir tónleikana #sorrynotsorry

hahah Alexandra í hnotskurn – pulsa í veskinu fyrir seinna – þessi fer með mig!

Geggjað show!

Vinkonurnar <3

Við hjóluðum svo heim af tónleikunum… þegar við komum í götuna mína sáum við hóp af svörtum security bílum og viti menn… var drengurinn ekki bara að gæða sér á steik! Náðum mynd af honum á leiðinni út í bílinn… fullkominn endir á geggjuðum tónleikum! 🙂

xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *