Mér var gefin ein yndisleg vinagjöf þegar ég var á Íslandi – Kaffiskrúbbinn frá SkinBoss. Jú ég hafði heyrt ansi mikið um hann og óskað mér hann lengi vel, einhvernvegin frestaði ég því alltaf að kaupa hann sem ég veit eiginlega ekki af hverju var – partur af minni frábæru frestunaráráttu? 🙂

Anyways, þegar ég fékk skrúbbinn varð ég svakalega spennt. Ég hafði heyrt svo mikið um hann og var mjög svo forvitin að vita hvort um væri að ræða enn eitt ÆÐIÐ eða hvort hann bara virkilega væri Awesome.

Ég ákvað því að halda sjálfri mér smá skeptískri.
Byrjaði einn morguninn á að lesa yfir leiðbeiningarnar á skrúbbnum og fara nákvæmlega eftir þeim. Byrjaði á að taka mynd af maganum sem var mitt aðal vandamála svæði. Þegar ég gekk með Philippu fékk ég leiðindarslit beint framaná neðri magann. Slitin voru ekkert endilega djúp en gerðu það að verkum að neðri partur magans hefur verið mjög “slappur” og þið vitið hangið svona yfir buxnastrenginn. Ég hefði samt átt að taka líka mynd af lærunum, eða meira mjöðmunum því þar var ég með þessi týpísku rauðu slit.

Well – ég ætla að brjóta þægindar rammann minn núna í þúsund mola og deila með ykkur fyrir og eftir myndum af maganum á mér.
O M G

screen-shot-2016-09-12-at-22-45-17

1 og hálfur mánuður á milli mynda !!

EN – mér finnst það þess virði. Mér finnst ekkert leiðinlegra sjálfri en að lesa um vöru þar sem sagt er “hún virkar god damn vel” en engar staðreyndir til þess að halda í – en hér, á þessum myndum, höfum við staðreynd.

SKINBOSS KAFFISKRÚBBURINN SVÍNVIRKAR
og það sem ótrúlegt er, ég breytti EKKERT matarræðinu á þessum 1 og hálfa MÁNUÐI. Jú drakk meira vatn, but that’s it !

Ég las mig aðeins til um Kaffiskrúbbinn því ég sá að margar stelpur eru farnar að gera sinn eiginn skrúbb. Ég varð því að kynna mér þetta aðeins hvort það væri það sama og komst að því að það er mun meira á bakvið kaffiskrúbbinn en bar kaffikorkur og kókosolía. Svandís er stofnandi Skinboss. Svandís vann að skrúbbnum í heil 7 ár til að ná sem bestri og virkustu formúlu. Samsetningin í kaffiskrúbbnum er einstök enda vann hann nýsköpunarstyrk vegna formúlunar og virkni hennar fyrir bæði heilbrigða sem og erfiða húð.
Rice enzyme duft, nýmalað kaffi og íslenskt birki að gera það að verkum að saman vinna þau að því að losa upp gamlar húðfrumur og koma næringar efnum beint á nýja og ferska húðina. Næringarefnin í skrúbbnum eru C vítamín og falvonar frá birkinu sem og öflug andoxunar efni frá kaffinu, E vítamín, flavonar og andoxunarefni frá kakósmjörinu.
Virknin sem gerir það að verkum að slit minnka og húðin stynnist er sú að formúlan situr á kroppnum í allt að 24 tíma eftir sturtuna. Formúlar virkar þá vatnslosandi sem og stinnandi og græðandi. Formúlan ver einnig húðina gegn kulda og rakatapi.

Já Kaffískrúbburinn frá SkinBoss er því ekki bara kaffikorkur og kókosolía !!

skinboss skinboss1

Kaffiskrúbburinn kemur í bréfpoka. Mitt ráð til þess að spara skrúbbinn aðeins er að ég hef sett hann í lítið sætt glas sem ég síðan geymi inni á baði. Ég set einungis það magn í glasið sem ég ætla mér að nota en nota þó litla afganginn næst. Þetta bæði sparar skrúbbinn sem og minnir mann á að nota hann þegar maður er í sturtunni.

Þetta blogg er skrifað svo mikið frá hjartanu því í langann tíma hef ég verið feimin við slappa magann minn og sama hvað ég hef gert, æft eða breytt matarræðinu ekkert hefur tekið á þessari slöppu húð. Ég er svo ánægð með skrúbbinn minn!!

screen-shot-2016-09-13-at-18-35-49

KNÚS

http___signatures-mylivesignature-com_54494_234_18c0322c36a11c0dd6eabd82b1199df7

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *