Haustið er svo mikið tíminn.

Ég veit eiginlega ekkert betra en kvöld-hygge með fjölskyldunni, kertaljós í hverju horni, dempuð birta og húsið ilmar af nýbakaðri köku.

Það er svo fallegt hérna í Aarhus þegar byrjar að hausta og laufin farin að falla af trjánum. Við fjölskyldan skelltum okkur í laaaangann göngutúr meðfram allri ströndinni hérna í Risskov þar sem Sólin skein og því ekkert svo ofboðslega kallt – gæddum okkur þar eftir á einni bestu köku sem við höfum smakkað.
Jihh hvað hún varð góð.

Og hér fáið þið AUÐVITAÐ uppskrift.

3 bollar Hveiti
1 teskeið  lyftiduft
1/2 teskeið salt
1 1/2 bolli bolli ósaltað smjör
2 bollar púðursykur
1 bolli sykur
5 egg
1 bolli nýmjólk
200 gr suðusúkkulaði

Karamellusósa:
UPPSKRIFT HÉR

Aðferð:

1. Ofninn er hitaður upp í 180 gráður.

2. Smjör, púðursykur og sykur hrært saman þar til blandan er blandan er orðin mjúk.

2. Einu og einu egg er bætt við smjör/sykur blönduna.

3. Núna er komið að því að blanda við öllum þurrefnunum og mjólkinni – passa sig að hræra ekki of lengi, annars getur kakan orðið seig.

4. Núna er súkkulaðinu bætt í.

5. Ég setti kökuna í hringform með gati í miðjunni – smurði formið áður.

6. Kakan er bökuð í miðjum ofni í 75-80 mínútur eða þangað til hún er bökuð í gegn.

7. Kakan er kæld og karamellusósunni hellt yfir.

Vona svo innilega að þið prófið þessa köku – því hún er Æ Ð I.

Eigið góða viku

XX

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *