Ég á það til af og til að sýna hvað ég er að gera í kvöldmatinn á SnapChatinu mínu: alexsnapsz

Í gær gerði ég Ítalskann Pastarétt sem er svo ofur einfaldur, ódýr en bilaðslega góður. Svona réttur sem ég geri  þegar okkur langar í einhvað svakalega gott en ég nenni ekki að hafa of mikið fyrir því.

Ég var beðin um að setja uppskriftina hér inn og skelli henni því hér með skjá skots myndum frá Snappinu mínu.

ÍTALSKUR PASTA RÉTTUR

1 pakki af ferski Tagliatelle

1 bréf beikon
2 forsteikrar kjúklingabringur.
1 poki furuhnetur
1 krukka sólþurrkaðir tómatar í litlum bitum.
1 stór poki spínat
1 stór rjómi
1 kjúklinga teningur.

Parmesan Ostur

Aðferð:

Sjóðið pastað eftir upplýsingum á pakkanum

Skerið beikonið og forsteiktu kjúklingabringurnar í bita og steikið á pönnu, bætið svo við furuhnetunum, og leyfið að brúnast örlítið áður en þið svo blandið krukkunni af sólþurrkuðu tómötunum við og olíunni líka. Þar eftir bætið þið spínatinu við og þegar það er búið að blandast vel við bætið þið rjómanum við og svo kjúklinga teningnum.

Pasta er síðan sett í mót – sósan yfir og parmesan stráð yfir allt.

21 22 23 24 25 26

VÆRSGO’

http___signatures-mylivesignature-com_54494_234_18c0322c36a11c0dd6eabd82b1199df7

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *