Hæ!

Lilja Rún heiti ég og er nýr bloggari hérna á Daetur.is. Ég er 26 ára Skagamær og bý þar með kærastanum mínum. Ég er með BS gráðu í Sálfræði og hef mikinn áhuga á öllu sem tengist hreyfingu, næringu og almennt heilbrigðu lífi. Ég er að læra ÍAK einkaþjálfarann í Keili og finnst það brjálæðislega skemmtilegt.

fitness

Ég er búin að prófa að léttast um 20 kg, keppa í módelfitness og taka þátt í öllum öfgunum sem tengjast því. Það gerði ég allt saman á rúmu ári. Sá lífstíll hentar mér engan veginn en það kenndi mér helling. Í dag er ég að reyna að finna mitt jafnvægi í mataræðinu og vinna í því að vera ánægð með sjálfan mig. Ég hef verið að lyfta mikið síðustu 2 ár en núna er ég nýbyrjuð í Bootcamp hérna á Akranesi og finnst það æði.

14264174_10154373536906877_561106295467112767_n

Ég hef verið að vinna á vöktum í Norðurál en er að byrja í nýrri vinnu næstu mánaðarmót. Matarbúr og Café Kaja er verslun og kaffihús hér á Akranesi þar sem ég verð í hlutastarfi með skólanum.  Þar er lögð áhersla á lífrænar vörur og ég er ótrúlega spennt fyrir því að sökkva mér í lífrænar pælingar! Ég segi ykkur pottþétt meira frá þessari verslun seinna.

Annars ætla ég að leggja áherslu á næringu, hreyfingu og hugarfari þegar kemur að heilbrigðum lífstíl í mínum bloggum. Ég er alveg ný í bloggheiminum og ætla að reyna að hafa færslunar mínar stuttar, hnitmiðaðar og á mannamáli. Vonandi hafið þið gaman af.

Þangað til næst!

Lilja Rún

Ps. Ykkur er velkomið að fylgja mér á Snapchat -> liljarunj

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *