stofa @idunnjonasar
umtalaðar vörur voru keyptar af greinarhöfundi eða gjöf frá fjölskyldu meðlimum.

Þó svo að íbúðin okkar Ragga sé enn frekar tóm, þá langaði mér að taka nokkrar myndir og sýna ykkur. Fáið ekki að sjá mikið að þessu sinni en planið er að fá lánaða breiðlinsu til að ná betri myndum seinna. Það á eftir að parketleggja og kaupa skenk ofl inní stofuna, fáið þá bara aðra mynd þá.

Mér þykir mjög gaman að blanda saman “high end” og “affordable” hlutum saman og eltist ekkert endilega eftir því hvað er í tísku. Jújú það glittar í Ittala kertjastjaka, lítinn vasa sem ég man ómöglega hvað heitir og slatta af marmara.

Eftir að hafa rúmt ár í að skipurleggja útlitið á íbúðinni með Ragga þá er ég mjög pikkí á hvað ég kaupi og hvað fær sitt eigið pláss.

Byrjuðum til dæmis á að kaupa sófann, ég vissi bara að sófinn ætti að vera grænleitur. Fór því útum allt í Reykjavík í leitinni af hinum fullkomna sófa, sem væri þægilegur, flottur og ég gæti þessvegna lagt mig í honum (og hef gert oftar en einu sinni). Sófann fann ég loksins í Línan, Línan er virkilega falleg húsgangaverslun í Bæjarlind með frábæra þjónustu. Sófinn heitir Smile og í smá retro stíl, á netinu er hann í allt öðrum lit en ég er með en það sem hægt er að gera hjá Línan er að fá geðsjúkann valkvíða með yfir hundruð efna prufa í mismunandi litum. Mæli með að fara með sirka litinn í huga og skoða svo, hefði annars verið þarna í marga mánuði.

Sófaborðin mín voru keypt í flýti hjá Söstrene Grene í Smáralindinni og eru í L og M stærðinni. Eina sem ég hef útá að setja er að það er frekar beitt járnplata undir plötunums em halda fótunum. Var því búin að rispa minna borðin um leið, keypti þá bara ódýra plast filmu í Bauhaus á 1200kr (að mig minnir) og gerði minna borðið að fallegu marmaraborði. Plast filmur eru einungis fyrir þolinmótt fólk! Mér tókst að eyðileggja um 1,5m af filmu við ásettningu og því er einungis eitt boðið filmað og mér finnst það bara mjög smart.

Púðinn er frá H&M Home, hvítur með gylltum ananas útum allt, LOVE IT. Púðinn er uppseldur en það er helling af flottum púðum hjá þeim.

Teppið er heklað eftir hana ömmu mína, yndislegust og gerði teppið handa mér í jólagjöf. Litirnir eru allir úr hagkaup, smá ombre fílingur með pop af lit.

Kertastjakinn og vasanir á sófaborðinu eru allir frá Línan. Finn þá því miður ekki á netinu en það var enn til slatti af þeim þegar ég keypti þá. Get ekki mælt nóg með að kíkja í Línan, ég gæti innrétt alla íbúðina þaðan ef buddan myndi leifa það.

Svo er klessan í glugganum hún Coco okkar, glugginn (helst með höfuðið hangandi út) er besti staðurinn til að fylgjast með fólki og sofa.

Stofa @idunnjonasar

/ Iðunn Jónasar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *