Eins og ég hef talað um áður þá er ég forfallinn Lindex sjúklingur og það er hátíð hjá minni í hverri viku þegar það koma myndir úr nýjum sendingunum!

Það sem ég elska við Lindex er að þau eru með fallegar, vandaðar flíkur sem koma yfirleitt í öllum stærðum!
Ég er mikill “over sized dresser” og vil yfirleitt hafa fötin mín víð. Þó ég sé yfirleitt í stærð M-L þá reyni ég alltaf að finna stærðina með sem flestum X-um á og máta hana fyrst og yfirleitt finnst mér, því stærri, því betra! Við sem erum ekki í stærð XS-S eigum oft erfitt með að finna flíkur sem koma í nógu stórum stærðum til þess að þau verði oversized, þar sem að flestar búðir eru bara með stærði XS-L og stundum XL. Í Lindex finn ég alltaf flíkurnar í þeirri stærð sem mig vantar og oft meir að segja enþá stærri, svo skemmir ekki fyrir að þær eru líka á góðu verði!

Hér er wishlist-inn minn úr nýjustu sendingunni!

 

Þar til næst

xxx
Katrín Mist


@katrinmistharalds

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *