Við sem spáum í varaliti erum alltaf að leita að þessum fullkomna varalit… Ég í minni vinnu þarf helst að vera með varalit þannig að ég hef spurt ef ég sé t.d. vinnufélaga með einn góðan hvaða varalit hún sé með og þannig get ég prufað mig áfram þar til ég finn einhvern sem hentar mér. Hérna eru nokkrar flottar stelpur og þeirra uppáhalds varalitur þessa stundina og ég vona að þið finnið kannski ykkar uppáhalds. 😉

 

Sunneva Einarsdóttir

Sunneva er nýstúdent úr MS og er í árs pásu frá skóla til þess að safna fyrir námi erlendis næsta haust. En hún er að vinna í Sambíó Egilshöll og World Class.

Maliboo frá Kylie Cosmetics
Uppáhalds varaliturinn minn í augnablikinu er Maliboo frá Kylie Cosmetics. Af öllum nude varalitum sem ég á þá stendur þessi uppúr. Hann er þessi fullkomni kaldi nude litur, brún tónaður en ekki of dökkur en heldur ekki of ljós. Alveg mattur og besta formúla sem ég hef prufað, endist mjög vel. Maliboo er the perfect nude að mínu mati!

 

Hildur María

Hildur María er flugfreyja hjá Icelandair, hún er lærður förðunarfræðingur og spilar handbolta með ÍR. Hún er einnig að fara taka þátt í Miss Univers keppninni í ár og það verður gamanð að fylgjast með henni í því.

Pur Pout frá Mac 
Þessi hefur verið uppáhalds í langan tíma og kaupi ég hann alltaf aftur, mér finnst hann fullkominn fyrir mig ekki of mikið nude heldur smá svona brúnn tónn í honum og áferðin á honum er svo mjúk og sjæní.

 

Svava Guðrun Helgadottir

Svava er nýútskrifuð úr sálfræði og er flugfreyja hjá WOW Air og er dugleg að ferðast meðfram því.

Sweet Sakura frá Mac
Það var smá erfitt að velja uppáhalds varalitinn minn þar sem ég er stöðugt að prófa nýja liti og er sjaldan með þá sömu. En ég ákvað þó að pikka út þann sem ég hef notað hvað mest í sumar hvort sem um er að ræða í vinnunni þegar ég vil vera extra fín eða bara þegar ég er að fara eitthvað fínt út. En hann heitir Sweet Sakura og er frá Mac eins og svo ótalmargir aðrir sem ég á. Hann er svona bleik-rauð-sanseraður og ótrúlega fallegur. Mæli með!

 

Anna Lára Orlowska

Anna er er að vinna í félagsmiðstöð með unglingum og er einnig í fjarnámi að læra wedding og event planning. Á laugardaginn næstkomandi er hún svo að fara keppa í Ungfrú Ísland.

Viva Glam V frá Mac
Upphálds varaliturinn minn er Viva Glam V með honum nota ég alltaf varablýhantinn Nice and spicy frá Mac. Mér finnst þessi varalitur fulkomin fyrir hvaða tilefni sem er.

 

Hildur Hilmarsdóttir

Hildur er laganemi og yfir flugfreyja hjá WOW Air.

Midimauve frá Mac
Ég kaupi yfirleitt varalitina mína í Mac, finnst þeir mjög góðir og svo er litaúrvalið hjá þeim mjög mikið. Uppáhalds litirnir mínir þessa dagana eru nokkrir en sá sem stendur uppúr er Midimauve sem ég nota með varablýantnum Spice. Ég nota mikið bæði glans og matta liti en þessi er glans. Midimauve er ótrúlega fallegur og passar vel við öll outfit þar á meðal WOW búninginn og er það mikill plús hvað hann helst vel á. Mæli mjög mikið með þessum, er að klára 3 minn svo ég þarf að kippa einum með í næstu USA ferð.

 

Áshildur Friðriksdóttir 

Áshildur er nýútskrifuð úr versló og núna á fyrsta ári í grafískri hönnun við Listháskóla Íslands. Förðunin á myndinni er eftir Hjördísi Ástu sem er mjög flínkur förðunarfræðingur hægt er að sjá meira eftir hana á instagraminu @iamhjordis .

Ruby Woo frá Mac
Elska alla rauða varaliti en Ruby Woo er í uppáhaldi þar sem hann er ekki of appelsínugulur eða of bleikur.

 

María Björk Einarsdóttir

María er að læra grunnskólakennarafræði og er einnig að fara keppa í Miss Univers núna 12. september.

Verve frá Mac
Hann er í miklu uppaháldi hjá mér núna. Ég er mjög mikið með brúna augnförðun og passar hann mjög vel við það.

 

Hildur Guðrún Bragadóttir

Hildur stundar nám við Verslunarskólann og er að vinna í Mac í Kringlunni. Hún er lærður förðunarfræðingur og hægt er að fylgjast með því hvað hún er að gera á instagramminu hennar @hildurmua .

Viva Glam 2 frá Mac
Ég myndi segja að hann væri uppáhalds því hann passar við öll makeup look þar sem hann er ekki of hlýr eða kaldur, mér finnst hann henta bæði í skólann eða á djammið.

 

Kristín Helga Valdimarsdóttir

Kristin er flugfreyja hjá WOW Air og var að læra förðunarfræði í Mood make up school.

Russian Red frá Mac
Uppáhalds varaliturinn minn er Russian Red frá Mac, þessi rauði litur klikkar ekki! Fullkomnasti rauði litur sem ég hef prófað og ég hef prófað þá marga. Matte áferðin skemmir heldur ekki fyrir því hann endist ótrúlega vel á vörunum. Hann fer öllum vel sama þótt þeim finnist rauður varalitur ekki fara þeim vel, þá einhvern veginn virkar þessi litur alltaf. Ég elska hann svo mikið að ég á alltaf einn til vara til öryggis, ef ég skyldi týna hinum.

 

Anna María Ævarsdóttir

Anna er í fullu starfi hja Icelandair og er snyrtifrædingur líka. Hún var ad ljúka framhaldsnami í  fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands og nú hlakkar henni bara til geta loksins ferðast i frítimanum sínum samhliða vinnunni.

Taupe frá Mac
Taupe er nýi uppáhalds varaliturinn minn. Hann er mattur og fyrir mér, hinn fullkomni brúni varalitur með mauve undirtón, en mauve litir eru í miklu uppáhaldi hjá mér núna. Ég nota hann vanalega með varablýantinum Whirl til að ramma varirnar inn. Taupe kemur skemmtilega á óvart þar sem hann er mattur en gefur þó fallega mjúka áferð. Það besta við varaliti er að litirnir koma mismunandi fram á hverjum og einum. Húðlitur og náttúrulegur litur vara spila stórt hlutverk í vali á hinum fullkomna varalit og datt ég í lukkupottinn þegar ég kynntist Taupe!

 

Sigrún Eva Ármannsdóttir

Sigrún er í fjarnámi í HR að læra tölvunarfræði og er að vinna sem flugfreyja hjá WOW Air. Hún er einnig fyrrum Ungfrú Ísland og er að fara taka þátt í Miss Universe keppninni núna í September.

Kinda Sexy frá Mac
Hann er semsagt uppáhalds varaliturinn minn því hann er svo góður hversdaglitur mjög flottur bleikur nude og passar einstaklega vel við húðlitinn minn, svo finnst mér eg líka bara kinda sexy með hann.

 

“Færslan er ekki kostuð eða unnin í samstarfi við neitt fyrirtæki”

 

 

NAFN

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *