Færslan er ekki kostuð – vöruna keypti ég mér sjálf og elska af öllu hjarta.

Ég hef alla tíð haft mjög gaman af flottum förðunarvörum og að prófa einhvað nýtt þegar kemur að því. Mitt “all time favorite” er að vera með náttúrulega förðun sem ég síðan poppa upp með STERKUM lit á vörum. Í raun getur maður með flottum sterkum vara lit poppað upp öll outfit – Laus einfaldur kjóll með edgy jakka og dökkum vörum …. getið þið ekki ímyndað ykkur það?

me1me3

Liturinn sem ég er með heitir: Velvet Cherry
Kjóll og Jakki: VERO MODA
Choker: H&M
Sólgleraugu: TOM FORD

TOM FORD varalitir eru mínir uppáhalds varalitir. Þeir eru í frekar dýrari kanntinum en eru þó algjörlega peningana virði. Þeir haldast á allann daginn  … dofna örlítið, en mér finnst það eiginlega bara svolítið cool svona smá “washed out” !
Plús TOM FORD varalitirnir einu sem ég fæ ekki frunsur eftir að hafa sett á mig en yfirleitt enda ég alltaf á því að vera orðin ein frunsa daginn eftir að ég hafi notað varalit.

Screen Shot 2016-07-07 at 18.51.33

Ég er það mikill TOM FORD fíkill að ég hef ekki gefið mörgum öðrum merkjum séns en eftir allt “hype”-ið í kringum “liqued lipsticks” frá hinum ýmsum merkjum held ég að það verði pott þétt næst í að vera prófað.

XX

e6l6xpp8bzycw0uywce2

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *