Þessi færsla er ekki kostuð á neinn hátt.

Þá er ég loksins byrjuð í Make-up Designory (MUD) skólanum sem ég er búin að bíða eftir í allt sumar!

Make-Up Designory er alþjóðlegur förðunarskóli sem var stofnaður í Los Angeles árið 1997 og er í dag stærsti förðunarskóli Bandaríkjanna.
Skólinn varð fljótlega mjög vinsæll og opnaði þar á eftir í New York og svo í Evrópu, nú síðast á Íslandi í fyrra!
Skólinn lofar mjög góðu að mínu mati og ég hlakka til að halda áfram og útskrifast sem alþjóðlegur förðunarfræðingur.

Námið skiptist upp í 3 level og ég var að byrja á level 1 sem kallast Beauty Essentials. Þar eru grunnatriði förðunar kennd skref fyrir skref og þegar við ljúkum því fer ég í level 2, sem skiptist í 4 hluta: Airbrush, Bridal förðun, Studio makeup og High fashion. Eftir level 2 fer ég síðan í level 3 þar sem er kennt Special effects.
Námið er á ensku og það koma erlendir kennarar að kenna hvert level fyrir sig. Núna í Level 1 er það Vanja Djuran sem er mjög hæfileikaríkur förðunarfræðingur.

Vörupakkinn sem ég fékk með Level 1 er ekkert smá veglegur og vörurnar eru æðislegar! Og nú get ég eiginlega ekki beðið eftir næsta vörupakka fyrir Level 2!
20160916_145258
Mun sýna ykkur fleiri myndir þegar líður að skólanum..

-Ásthildur

20160916_152020

One comment

Reply

Verður svo gaman að fylgjast með þér !!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *