Nú er Verslunarmannahelgin rétt handan við hornið og mig langaði að veita smá innblástur, hvort sem á að fara á þjóðhátíð, í útilegu eða á einhverja aðra útihátíð um helgina.

Hér eru nokkrar stelpur að skarta flottu útilegulooki.

Ingibjörg Elín, í klassískri lopapeysu og í glæsilegum jakka sem hún fékk í Geysi.

Siddy Sanders í mjög flottri peysu sem hún fékk í Spútnik en þar er ótrúlega mikið úrval af flottum peysum. Hún fékk einnig gallavestið sitt í Spútnik svo er hún í grænum Doctor Martens skóm.

Ég í 66 gráður norður regnjakkanum sem er alltaf klassískur og Timberland skóm. Svo fékk ég ótrúlega flotta og ódýra lopapeysu í búð Hjálpræðishersins. Mæli með að kíkja þangað.

Ólöf Ragna í “kósí” peysu sem hún fékk í Spútnik og Viktoría Vasilynka sem er í flott regnjakka sem hún fékk í Kultur.

“Færslan er ekki kostuð eða unnin í samstarfi við neitt fyrirtæki”

NAFN

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *