Ég las viðtal í tímariti í vor sem hafði ótrúlega mikil áhrif á mig. Viðtalið var við unga íslenska konu sem hefur náð langt á sínu sviði. Ég veit ekki afhverju en ég gerði einhvernvegin alltaf ráð fyrir því að ferillinn hennar hafi orðið til á “eitt leiddi að öðru”, sem svo sem var raunin en það var eitt sem vakti athygli mína aftur og aftur í gegnum greinina, eitt lykil atriði sem ég hafði í raun aldrei spáð í.

Við konur eigum það margar sameiginlegt að eiga erfitt með að biðja um það sem við viljum.

Ég held að við vitum flestar yfirleitt hvað það er sem við viljum, hvort sem það er í lífinu, vinnunni, heimilislífinu eða bara frá makanum, en af einhverri ástæðu segjum við það ekki upphátt heldur bíðum einhvernvegin eftir því að hlutirnir bara gerist. En hvernig á fólk að vita hvað maður vill eða þess þá heldur geta gefið manni það ef maður segir ekki frá því eða einfaldlega biður um það?

Ég er svona týpan sem legg mig 2000% fram við allt sem ég geri og hætti ekki fyrr en markmiðinu er náð, en það er pottþétt oft sem ég hefði geta einfaldað mér hlutina eða sigrað þá fyrr ef ég hefði bara beðið um það sem ég vildi.

Ég veit ekki afhverju mér finnst þetta svona erfitt, það versta sem gæti gerst væri að einhver myndi segja bara nei. Ég held hinsvegar að vandamálið sé frekar að með því að biðja um það sem maður vill verður maður svolítið berskjaldaður og getur í raun ekki vitað fyrirfram hvaða viðbrögð maður fær til baka og það er “scary”.

Það sem vakti athygli mína í þessu viðtali var að í hvert skipti sem þessi kona færðist upp og áfram í því sem hún var að gera, var vegna þess að hún bað um það. Það kom enginn og sagði “hey langar þig ekki að gera þetta næst”. Hún fann þann sem hún vildi ræða við og gat gefið henni það sem hún vildi og bað um það. Ekki misskilja mig þessi kona vann algjörlega fyrir sínu og er brjálæðislega hæfileikarík á sínu sviði, en það sem hún hafði fram yfir marga aðra var að hún hafði kjarkinn til að biðja um það sem hún vildi og fannst hún eiga skilið.

Eftir að ég las þetta viðtal kviknaði allt í einu á einhverri peru hjá mér og ég áttaði mig á því hvað þetta væri ótrúlega fáránlegt! Að sitja heima hjá sér mjög meðvituð um að enginn er að fara að rétta þér lífið og vinna því eins og brjálæðingur fyrir því, en á sama tíma vera hræddur við að segja upphátt, og biðja um það sem maður vill og þar af leiðandi vera að missa af tækifærum og því sem maður vill fá út úr lífinu? Ah! Hvað er maður að spá?

Ég tók því ákvörðun um að héðan í frá ætlaði ég að taka mig á og læra að biðja um það sem ég vill og það sem mér finnst ég eiga skilið, og það er strax farið að skila hellings árangri.

Ég get ekki sagt að þetta sé það auðveldasta sem ég hef lagt fyrir mig en það hlítur að verða auðveldara með hverju skiptinu, ég hef allavegana ekki séð eftir því enþá!

Lífið gerist þegar maður fer út fyrir þægindarammann, ég innilega trúi því og það hefur klárlega sannað sig undanfarið!

Ég hvet ykkur því kæru vinkonur til að gera það sama, safnið kjarki og látið vaða, þið munuð ekki sjá eftir því!

xxx
Katrín Mist


@katrinmistharalds

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *