MAC snyrtivörurnar eru í uppáhaldi hjá mér – enda hef ég sjaldað prófað vöru frá MAC sem ég hef hreint verið óánægð með. Varalitirnir frá þeim eru heimsþekktir fyrir gæði og endingu – og ég viðurkenni það að ég á yfir 15 varaliti frá MAC og sífellt bætist í safnið!

Mér datt í hug að taka saman nokkrar vörur sem eru í uppáhaldi hjá mér – ekki beint þessar típísku uppáhalds MAC vörur (strobe krem, FIX+, melba kinnaliturinn, pro longwear hyljarinn eða farðinn)

Mac fav

Nr. 1 – 217 burstinn frá MAC er þekktur meðal förðunarfræðinga – og almennra áhugamanna. Burstinn gerir blöndun augnskugga einstaklega einfalda og auðvelda.

Nr. 2 – Augabrúnagel/litur – Þessi er einstaklega einfaldur í notkun – lítil maskaragreiða sem auðvelt er að greiða í gegnum augabrúnirnar til að fá góðan lit og fallega lögun.

Nr. 3 – Paint Pot er augnskuggargrunnur, en uppáhalds liturinn minn er Painterly en hann hentar mjög mörgum húðlitum og er frábær grunnur undir augnskugga. Með þessari vöru helst augnskugginn á allan daginn og allt kvöldið – eins og þú settir hann á um morguninn!

Nr. 4 – Soft & Gentle ljómapúður (highlighter). Ótrúlega fallegur litur og æðisleg áferð sem kemur á húðina – berist á með góðum bursta (fan burstar eru ideal í verkið).

Nr. 5 – Mac False Lashes –  Góður maskari fyrir þær augnhárastuttu eins og mig – greiðir vel í gegn og er með greiðu sem hentar mér vel.

Nr. 6 – Varalitur í litnum MYTH. Þessi er bara allt sem ég bið um í varalit – nude, mjúkur, þurrkar ekki, engin óþæginleg lykt eða vont bragð. Endist endalaust á vörunum!

Nr. 7 – Augnskuggapalletta – Amber times nine. Þessi palletta hefur verið í uppáhaldi hjá mér frá því að ég fékk hana fyrst. Litirnir eru pigmentaðir og guðdómlega fallegir.

XX

DRÍFA

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *