Ég get ekki mælt nóg með þessari þátta seríu… Við byrjuðum á seríunni og kláruðum alla 13 þættina á svona ca. 2 dögum (Guði sé lof fyrir Páskafrí… djók), en samt ekki.

Þættirnir fjalla um 13 ástæður þess að stelpa að nafni Hannah fremur sjálfsmorð. Hún tekur upp 13 hliðar á kasettum, hver hlið er fyrir þá manneskju sem var þáttur í hennar ákvörðun að fremja sjálfsmorð. Út seríuna fáum við svo að sjá ástæðurnar frá byrjun til enda í gegnum Clay sem fær spólurnar þegar serían byrjar. Ég vil ekki segja ykkur mikið meira, en mæli eindregið með að þeir sem eru með aðgang að Netflix, drífi sig að horfa!

Framleiðendur þáttanna vildu bera þau skilaboð út að sjálfsmorð á aldrei að vera leiðin út, og fá fólk til þess að opna umræðuna aðeins meira um einelti. Við erum því miður of oft sek um að taka þátt í einelti, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki… en eitthvað sem er saklaust grín í augum margra, getur verið það seinasta sem þurfti til þess að hrinda einhverjum yfir línuna. Ég verð að viðurkenna að þessir þættir fengu mig til þess að hugsa til baka og pæla mikið í því hvernig mín hegðun hefur haft áhrif á fólk. Með því að opna umræðuna og muna að þó eitthvað sé ekki alvarlegt í okkar augum, að þá vitum við aldrei hvað fólk er að ganga í gegnum. Við eigum líka öll að vera betri að verja þá sem minna mega sín og standa saman.

 

Clay og Hannah eru aðal persónurnar í þáttunum, og verð ég að segja að öll hlutverkin eru ótrúlega vel valin og ótrúlega flottir leikarar í öllum hlutverkunum. Ég frétti fyrst af þessum þáttum þegar ég horfði á viðtal við Selenu Gomez, sem flestir þekkja, en fyrir 6 árum reyndi mamma hennar að fá hana til þess að leika Hönnuh í bíómyndinni sem átti að gera. Selena var ekki tilbúin að leika aðalhlutverkið í myndinni því hún var of hrædd við það hvað fólk mundi segja, en bókin talaði svo til hennar að hún og mamma hennar tóku upp baráttuna að fá bókina gerða í sjónvarpsþætti í staðinn fyrir bíómynd. 6 árum seinna eru þeir loksins komnir á Netflix, og nú þegar einn vinsælasti þátturinn á Netflix.

Eruði búin að sjá þættina? Hvernig fannst ykkur?

xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *