Mér var boðið í matarboð hjá Önnu vinkonu minni um daginn og eldaði hún alveg frábært butternut squash lasagna. Frábært kvöld í alla staði sem endaði síðan á vínsmökkun.

14795851_10154200467169132_1795835569_o

Butternut squash lasagna

Uppskrift fyrir 4-6

1pk. fersk lasagnablöð úr spelti.

700-800 gr ílangt grasker

2-3 msk. jómfrúarolía

1 rautt chilli, fræhreinsað og saxað

2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir

sjávarsalt eftir smekk

svartur pipar eftir smekk

2 msk. furuhnetur

125 gr gráðostur

200 gr spínat

1 star kúla mozzarellaostur

BECHAMELSÓSA : 

500 ml mjólk 

1 láviðarlauf 

50 gr smjör

50 gr hveiti

1 tsk múskat, helst ferskt rifið niður með rifjárni 

sjávarsalt og hvítur pipar

1-2 msk. parmesanostur, rifin. 

Aðferð: 

 1. Hitið ofnin í 220 gráður.
 2. skerið botn og topp af graskerinu og skerið það langsum og fræhreinsið. Afhýðið graskerið og skerið í um 2 cm bita. Raðið á bökunarplötu.

 3. Penslið með olíunni, dreifið chilli og hvítlauk yfir.

 4. Salty og piprið mjög vel yfir. Bakið í um 20-25 mínútur þar til graskerið er orðið mjúkt og ljósbrúnt að lit. 
 5. Best er að laga sósuna meðan graskerið er í ofninum. Hitið mjólkina ásamt láviðarlaufinu upp að suðumarki, passið að hún sjóði ekki og brenni við.

 6. Bræðið smjör í öðrum potti og blandið hveiti síðan út í. Hrærið vel með trésleif þar tl að bolla hefur myndast. Eldið í um 1 mínútu. Fjarlægið láviðarlauf. Bætið mjólkinni út í hveitibolluna smátt og smátt. Ekki hafa áhyggjur af kekkjum, þeir jafnast út. Sósan er síðan látin malla í 10 mínútur, má ekki sjóða. Smakkið til með salti, pipar og að lokum parmesanosti.
  Lækkið ofnhitann í 200 gráður.

  SAMSETNING

  1. Setjið 1/4 af sósunni í botninn.
  2. Raðið síðan graskerinu ofan á.
  3. Dreifið helmingnum af gráðostinum yfir.
  4. Leggjið lasagnaplötur þar ofan á.
  5. Hellið hvítu sósunni yfir lasagnaplöturnar.
  6. Raðið síðan spínati ofan á.
  7. Leggið síðan annað lag af lasagnaplötum.
  8. Hellið aftur hvítri sósu yfir.
  9. Raðið því næst aftur graskeri yfir.
  10. Dreifið afganginum af gráðostinum ofan á.
  11. Loks lagsagnaplötur
  12. Endað er á hvítri sósu, rifnum mozzarellaosti og furuhnetum sem sáldrað er yfir í lokin.

14808067_10154200467194132_1383842510_o 14787101_10154200470399132_1643102099_o

Dísa.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *